U17 og U19 fulltrúar Aftureldingar

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Í fyrsta sinn í 2 ár fengu U-landsliðin okkar  í blaki að fara og spila erlendis.  NEVZA mótin sem eru Norður-Evrópumót í blaki voru haldin í október.  U17 fór til Ikast í Danmörku og U19 mótið var haldið í jólabænum Rovaniemi.sem er talin heimabær jólasveinsins og er í Lapplandi í Finnlandi.

Afturelding átti 2 þátttakendur í U17 liðunum, Magni Þórhallsson var fulltrúi okkar drengjamegin og Jórunn Ósk Magnúsdóttir stúlknamegin en þau voru bæði að taka þátt í sínu fyrsta landsliðsverkefni.  Stúlkurnar í U17 gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið, sem aldrei hefur gerst áður.  Strákarnir lentu í 4.sæti.

Í U 19 átti Afturelding einnig nokkra fulltrúa.  Daníela Grétarsdóttir, Rut Ragnarsdóttir og Valdís Unnur Einarsdóttir sáu um spilið og var Borja Gonzalez Vicente aðalþjálfari liðsins. Sjúkraþjálfari liðsins var Kristín Reynisdóttir.

Við óskum öllum okkar þátttakendum til hamingju með valið  í landsliðin og flotta frammistöðu.