Á leið á EM í Portúgal

Taekwondo Taekwondo

Helgina 19-21. nóvember fer fram Evrópumeistaramót Taekwondo í Poomsae (formum) í Portúgal. Landsliðsþjálfari Íslands, Lisa Lents, hefur valið fimm keppendur til að fara á mótið og af þeim eru tveir frá Aftureldingu. Það eru þær Ásthildur Emma Ingileifardóttir og María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, þær keppa báðar í einstaklings poomsae. Við óskum þeim innilega til hamingju með valið og hlökkum til að fylgjast með keppninni. ÁFRAM AFTURELDING.