Þriðja Grand Prix mótið var haldið 27. september í íþróttahúsinu Dalsmára í Kópavogi, en það er bikarmótaröð ungmenna 11-18 ára. Alls voru 99 þátttakendur skráðir til keppni. Karatedeild Aftureldingar var með sjö keppendur, alla í kata. Allir stóðu sig ótrúlega vel og öll sýna þau stöðugar framfarir! KEPPENDUR OG ÁRANGUR Aron Trausti Kristjánsson – kata 11 ára pilta – 5. …
Brautryðjendur í Mosfellsbæ
Síðast liðna helgi eða dagana 7-9. nóvember fór fram norðurlandamót A liða í hópfimleikum í Finnlandi. Matro Areena í Espoo tók á móti 26 liðum sem öll voru að keppast um Norðurlandameistaratitilinn 2025 fyrir framan fulla stúku. Fimleikadeild Aftureldingar í samvinnu með fimleikadeild ÍA mættu sem eitt lið á mótið og saman sótti liðið Aftur-í sér mikilvæga reynslu. Liðið Aftur-í …
Öruggur sigur meistaraflokksins á Tindastóli U
Meistaraflokkur karla mætti liði Tindastóls U í Varmánni á sunnudagskvöldið í sínum fimmta leik í 2. deildinni. Afturelding hafði öruggan sigur, 102-77, eftir flottan leik frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Strákarnir komu ákveðnir til leiks, náðu fljótt forystu og héldu henni út allan leikinn – mest fór munurinn í 35 stig. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu vel …
🏀 Krakkar úr Aftureldingu mættu galvösk á Fjölnismótið – leikgleðin í fyrirrúmi! 🏀
Um helgina mættu yngstu körfuboltakrakkarnir okkar úr Aftureldingu á Fjölnismótið í Grafarvoginum, þar sem 1.–4. bekkur tók þátt með eldmóð og bros á vör. Alls voru um 45 krakkar frá Aftureldingu sem tóku þátt í níu liðum sem voru skráð til leiks – átta strákalið og eitt stelpulið. Þau öttu kappi við fjölmörg lið úr öðrum félögum og spiluðu ótal …
Afturelding hlaut 11 verðlaun
Sjónvarpsþátturinn Afturelding hlaut 11 verðlaun á Íslensku sjónvarpsverðlaununum sem voru afhent í gærkvöld fyrir árið 2023 og stóð þar með upp sem algjör sigurvegari árið 2023. Hljóð ársins. Klipping ársins Kvikmyndataka ársins Tónlist ársins Búningar ársins Gervi ársins Handrit ársins Leikið sjónvarspefni ársins Leikkona ársins Leikstjóri ársins og Sjónvarpsefni ársins Til hamingju Dóri DNA, til hamingju Afturelding ❤️🖤
Blakliðin okkar á ferð og flugi um helgina
Það var mikið um að vera í blakinu um allt land um liðna helgi þó að ekki hafi verið spilað í Úrvalsdeildum karla og kvenna. Fyrsta helgin af þremur í Íslandsmóti neðri deilda var spiluð á sex mismunandi stöðum. Spilað er í 7 kvennadeildum sem allar hafa 12 lið og í þremur karladeildum. Afturelding er með samtals 7 lið í …
Dramatískur heimasigur í Varmá – Mosfellingar unnu Laugdæli 99–97
Það ríkti sannkölluð körfubolta- og hauststemning í Mosfellsbænum á laugardaginn þegar Afturelding tók á móti Laugdælum frá Laugarvatni í 2. deild karla. Leikurinn fór fram í Varmá á körfuboltadegi félagsins þar sem stemningin í stúkunni var rafmögnuð og úr varð sannkallaður spennutryllir sem endaði með naumum sigri heimamanna, 99–97. Það var Björgvin Már Jónsson sem tryggði sigurinn með sóknarfrákasti og …
Bergsveinn Kári heldur áfram þjálfun með 5.–6. bekk í körfubolta
Körfuknattleiksdeild Aftureldingar er mjög ánægð að tilkynna að Bergsveinn Kári Jóhannesson heldur áfram þjálfun 5.–6. bekkjar hjá félaginu. En hann var einnig mjög flottur í sumarstarfi félagsins nú í sumar sem heppnaðist frábærlega. Bergsveinn hefur unnið mjög gott starf undanfarin misseri og stóð sig virkilega vel á síðasta tímabili þegar hann tók við flokknum sem sínum fyrsta aðalflokki, hann hefur …
Afturelding með sannfærandi sigur á Skaganum – 102-78 sigur á ÍA-u
Körfuboltastrákarnir í Aftureldingar sýndu styrk sinn á Skaganum í kvöld þegar liðið vann sannfærandi 102-78 sigur á ÍA – u eftir kraftmikinn og vel útfærðan leik í 2.deildinni í kvöld. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar og eftir fyrsta leikhluta leiddu Mosfellingar með einu stigi. Ungur og efnilegur hópur Aftureldingar bætti þó hratt í þegar á leið og náði 15 stiga …










