Íþróttir fyrir alla hefst sunnudaginn 5. október. Æfingar í Fellinu kl 11.00 á sunnudögum í vetur. Yfirþjálfari verkefnisins er Gunnar Freyr, en hann hefur fjölbreyttan bakgrunn í íþróttum. Hann er íþróttafræðingur og hefur starfað hjá okkur í nokkur ár í sund- og frjálsíþróttadeildum okkar. Íþróttir fyrir alla eru fjölbreyttar íþróttaæfingar, þar sem snert er á hinum ýmsu íþróttum. Gestaþjálfarar frá …
Blakdeild Aftureldingar sýnir samstöðu í baráttunni gegn brjóstakrabbameini
Það er bleikur dagur í dag og bleikur mánuður til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Bæði kvenna- og karlalið deildarinnar munu spila með merki Krafts framan á búningum sínum í vetur, til að sýna samstöðu með þeim sem glíma við krabbamein og minna á mikilvægi forvarna og stuðnings. Kraftur er íslenskt stuðningsfélag sem veitir ungum einstaklingum sem greinst hafa með …
Vinavika í körfunni
🔥🏀 VINAVIKA Í KÖRFU HJÁ AFTURELDINGU! 🏀🔥 Dagana 6.–11. október breytum við æfingunum í sannkallað körfubolta-partý! 🎉 Allir iðkendur taka vin með sér á æfingu – og hver veit… kannski verður þú eða vinur þinn næsta körfuboltastjarnan í Mosfellsbænum ✨ 💥 Komdu og prófaðu körfu – við lofum: ✅ Gaman & fjör ✅ Nýjum vinum ✅ Hraða, leik og æsispennandi …
Myntkaup höllin að Varmá
Ungmennafélagið Afturelding hefur skrifað undir samstarfssamning við Myntkaup ehf. þar sem Myntkaup kaupir nafnaréttinn á heimavelli félagsins í handbolta, blaki og körfuknattleik. Frá og með núverandi tímabili munu keppnisleikir inni í íþróttamiðstöðinni að Varmá vera spilaðir í Myntkaup höllinni. Samkomulagið markar mikilvægt og jákvætt skref fyrir félagið og framtíðarstarf þess. Með þessu samstarfi verður Myntkaup eitt af helstu bakhjörlum félagsins. …
Tímabilið að hefjast í blakinu
Miðvikudaginn 24.september hefst tímabilið formlega hjá Blakdeild Aftureldingar þegar karlaliðið okkar spilar sinn fyrsta leik og er það heimaleikur við Þrótt Reykjavík sem spiluðu til úrslita bæði í bikar og Íslandsmótinu í vor. Lið Aftureledingar er talsvert breytt frá fyrra ári og ætlar liðið sér mikið í vetur og er staðráðið í að berjast um alla titla sem í boði …
Ungt Aftureldingarlið spilaði af krafti í fyrsta leik – Valsmenn fóru þó heim með sigurinn að lokum
„hörkufín frammistaða hjá strákunum sem gefur góð fyrirheit“ Meistaraflokkur karla í körfubolta hjá Aftureldingu hóf keppnistímabilið í kvöld með útileik gegn Fylki/Val U í Valsheimilinu. Gestirnir frá Mosfellsbæ léku af miklum krafti, en heimamenn báru að lokum sigur úr bítum, 87–74, eftir fjörugan og hraðan leik. Afturelding byrjaði leikinn frábærlega og leiddi með níu stigum í hálfleik, 48–39. Ungu leikmennirnir …
Gunnar Ingi nýr styrktarþjálfari Körfuknattleiksdeildar Aftureldingar
Körfuknattleiksdeild Aftureldingar hefur gengið til samstarfs við Gunnar Inga Garðarsson sem nýjan styrktarþjálfara deildarinnar. Gunnar er íþróttafræðingur að mennt, uppalinn Mosfellingur og hefur mikla reynslu af styrktar- og líkamsþjálfun íþróttafólks. Hann mun leggja sitt af mörkum til þess að efla bæði leikmenn og liðið okkar. „Það er okkur mikið ánægjuefni að fá Gunnar til liðs við deildina. Hann hefur þegar …
Vetrarstarfið að hefjast í körfunni
Vetrarstarf körfuboltadeildarinnar hefst mánudaginn 1. september og fara allir flokkar þá af stað með æfingar. Við viljum vekja athygli á að í æfingatöflunni er skörun við knattspyrnudeildina, sérstaklega hjá 5. bekk (börn fædd 2015). Við erum þegar að vinna í lausnum og munum gera okkar besta til að tryggja að iðkendur geti stundað báðar greinar. Við biðjum um smá þolinmæði …
Magnús Eyjólfsson landsliðsþjálfari er látinn
Magnús Eyjólfsson landsliðsþjálfari í kata lést föstudaginn 15. ágúst 2025 eftir stutt veikindi. Magnús helgaði stóran hluta lífsins karate, hann var iðkandi, þjálfari og foreldri í Breiðablik og markaði djúp spor í starfið þar. Hann lagði einnig sitt af mörkum fyrir karatehreyfinguna á Íslandi og var m.a. landsliðsþjálfari á árunum 2011-2017 og svo aftur frá 2022. Fráfall Magnúsar er mikið …