Körfuknattleiksdeild Aftureldingar er stolt af því að tilkynna að undirritaður hefur verið samstarfssamningur við Birnu Kristínu Jónsdóttur, vottaðan markþjálfa. Birnu Kristínu þarf vart að kynna fyrir Mosfellingum og Aftureldingu en hún var formaður Aftureldingar á árunum 2018-2024, gjaldkeri aðalstjórnar þrjú ár fyrir það og mjög virkur þátttakandi í íþróttastarfi félagsins sem sjálboðaliði, foreldri svo fátt eitt sé nefnt. Samstarfið markar …
Glæsilegt Bikarmót U14 og U20
Um síðustu helgi, 29. og 30.nóvember fór fram Bikarmót fyrir U14 og U20 aldurshópa í blaki í Myntkaup-höllinni að Varmá í umsjón Blakdeildar Aftureldingar. Afturelding var með 2 lið í U14 stúlkna og lentu þau bæði í 3.sæti í sínum deildum, Afturelding Rauðar í A deild og Afturelding/KA sem spilaði í B deildinni. Afturelding átti einnig þrjá drengi í U14 …
Bikarmót fullorðinna
Bikarmót fullorðinna var haldið 2. nóvember í Íþróttahúsi HÍ við Háteigsveg. Keppt er í kata og kumite og sá sem er með flest samanlögð stig verður bikarmeistari í samanlögðu. Afturelding var með tvo keppendur, Þórð Jökul sem keppti aðeins í kata karla, og Raul sem keppti bæði í kata og kumite. Alls voru 24 keppendur frá 8 félögum. Þórður náði frábærum …
Grand Prix 4 – bikarmót unglinga
Fjórða Grand Prix mótið var haldið 23. nóvember í íþróttahúsi Fjölnis í Egilshöll, en það er bikarmótaröð ungmenna 11-18 ára. Alls voru 87 þátttakendur skráðir til keppni. Karatedeild Aftureldingar var með sjö keppendur, alla í kata. Allir stóðu sig ótrúlega vel og öll sýna þau stöðugar framfarir! KEPPENDUR OG ÁRANGUR Alex Bjarki Davíðsson – kata 14-15 ára pilta – brons Aron …
Strákarnir í 8., 9. og 10. flokki kepptu um helgina
Nú um helgina var spilað í 8. til 10. flokki í Íslandsmótinu í körfubolta. 10. flokkur drengja spiluðu að Varmá gegn Stjörnunni b. en Aftureldingarmenn byrjuðu leikinn sterkt skoruðu 20 fyrstu stigin og litu aldrei í baksýnisspegilinn eftir það og enduðu á að sigra leikinn nokkuð örugglega 100 stig gegn 66 stigum andstæðinganna. 9. flokkur karla b-lið, strákar fæddir 2011 …
Afturelding Körfubolti kynnir með stolti ~ Séræfingaskóli Aftureldingar
Afturelding Körfubolti ætlar að bjóða upp á 4 vikna námskeið til áramóta (8 æfingar), Séræfingarskóli Aftureldingar, þar sem iðkendur fá tækifæri til að þróa og bæta sinn leik en jafnframt æfa eins og atvinnumenn undir handleiðslu atvinnumanns í greininni. Fyrst um sinn munum við bjóða iðkenndum frá 9. bekk og upp í meistaraflokk þetta einstaka tækifæri (2011 og eldra). Eftir …
Yngri flokkarnir að standa sig vel á fyrsta Íslandsmótinu
Um liðna helgi fór fram Haustmót U12 og fyrsti hluti af Íslandsmóti yngri flokka í blaki. U12, U 14 og U16 kvennaliðin spiluðu í Kópavogi og drengirnir í U12,U14 og U16 spiluðu í Laugardalshöllinni. Afturelding sendi 6 lið á mótin sem öll stóðu sig mjög vel og það sem mikilvægast er að öll skemmtu sér frábærlega. U12 stelpurnar enduðu …
Afturelding með tvo lið áfram í 8 liða úrslit í VÍS bikarnum
Bikarkeppni KKÍ og VÍS í yngri flokkum hélt áfram um helgina þegar 16 liða úrslit fóru fram. Afturelding stóð sig afar vel, en bæði 10. flokkur og 11. flokkur stráka sigruðu sína leiki og tryggðu sér sæti í 8 liða úrslitum keppninnar. Liðin verða því í pottinum þegar dregið verður á næstu dögum. 10. flokkur – Hörkuleikur gegn Fjölni 10. …
Grand Prix 3 – bikarmót unglinga
Þriðja Grand Prix mótið var haldið 27. september í íþróttahúsinu Dalsmára í Kópavogi, en það er bikarmótaröð ungmenna 11-18 ára. Alls voru 99 þátttakendur skráðir til keppni. Karatedeild Aftureldingar var með sjö keppendur, alla í kata. Allir stóðu sig ótrúlega vel og öll sýna þau stöðugar framfarir! KEPPENDUR OG ÁRANGUR Aron Trausti Kristjánsson – kata 11 ára pilta – 5. …










