Afturelding þakkar Mosfellingum og öðrum þorrablótsgestum kærlega fyrir komuna og alla skemmtunina um helgina. Dregið hefur verið úr happdrættinu og óskum við vinningshöfum til hamingju. Hægt er að nálgast vinninga á skrifstofu Aftureldingar á milli 10-16 alla virka daga, gegn framvísun vinningsnúmers. Vitja þarf vinninga fyrir 1. apríl 2026. Hægt er að senda tölvupóst á hannabjork@afturelding.is fyrir nánari upplýsingar. Vinningur að andvirði …
Afturelding með glæsilegan sigur á ÍA í Varmá
Meistaraflokkur Aftureldingar í körfubolta tók í dag á móti ungmennaliði ÍA í Varmá og vann sannfærandi sigur, 99-61. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu 15 stiga forskoti áður en gestir frá Akranesi komu stigum á töfluna. Afturelding hélt tökum á leiknum allan leiktímann og lönduðu öruggum sigri sem endaði 99-61. Stigin dreifðust vel á marga leikmenn í leiknum. …
Afturelding vann sannfærandi sigur á Tindastól á Sauðárkróki
Meistaraflokkur Aftureldingar keppti við ungmennalið Tindastóls í Síkinu á Sauðárkrók í gær, sunnudag, og vann leikinn 81-60. Leikurinn byrjaði jafnt þar sem Afturelding tók forystu 18-14 í fyrsta leikhluta. Tindastóll kom vel inn í seinni leikhlutann og náði að vinna hann 20-18, en Afturelding hélt þó forystu í hálfleik. Gestirnir frá Mosfellsbæ náðu svo undirtökunum í seinni hálfleik og eyddu …
Emilía Dís og Thelma Dögg Evrópumeistarar Smáþjóða
Bæði U18 ára stúlkna og drengjalið Íslands í blaki spiluðu til úrslita á Evrópumóti Smáþjóða í gær, miðvikudag, eftir að hafa farið taplaust í gegnum mótið. Strákarnir mættu Írum og unnu leikinn 3-0 og stúlkurnar spiluðu á móti Færeyjum sem þær höfðu unnið 3-1 í riðlakeppninni og það gerðu þær einnig í úrslitaleiknum, sigruðu 3-1 og þar með tryggðu bæði …
U18 lið Íslands spilar um gullið í dag
U18 ára landslið Íslands í blaki tekur nú þátt í Evrópumóti Smáþjóða í Dublin á Írlandi. Mótið er einnig undankeppni Evrópumótsins 2026 (CEV) og veitir sigur á mótinu þátttökurétt á Evrópumótinu. Í dag, miðvikudag kl 17:00 spilar íslenska kvennaliðið úrslitaleikinn á mótinu eftir að hafa sigrað andstæðinga sína frekar létt. Þær spiluðu við Færeyjar, N-Írland og Lichtenstein. Úrslitaleikinn spila þær …
Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellsbæjar
Nú fer að líða að úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu. Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Þetta er fyrri úthlutun af tveimur árið 2026 Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrki til …
Karate er byrjað – prufutímabil 🥋👊
Æfingar hjá karatedeild Aftureldingar eru byrjaðar aftur Allir hópar byrjuðu í viku 2 í janúar 2026 Framhaldsiðkendur færast sumir á milli flokka Byrjendur: Allir nýjir iðkendur eru velkomnir og hægt er að prófa í tvær vikur án skuldbindingar (4 æfingar) Forráðamenn eru vinsamlega beðnir um að láta þjálfara (Willem eða Anna) vita ef barnið er með aukaþarfir eða annað sem …
Fréttir frá Sundsambandi Íslands
Fréttir frá Sundsambandi Íslands Framtíðarhópur SSÍ byrjaði árið með stæl á æfingahelgi í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Helgin hófst með fyrirlestrum frá landsliðsþjálfaranum Eyleif Jóhannesson (@eyleifurjohannesson ), Evu Hannesdóttir og Þorgrím Þráinsson. Hópurinn er nú kominn á Hótel Velli, þar sem ýmiss hópefli standa yfir. Á morgun verður síðan tækniæfing í lauginni á meðan foreldrar fá kynningu á framtíðarhópnum.
Deildin er komin inn í framtíðina! Takk Ofar.
Það mætti segja af fimleikadeild Aftureldingar sé einn tæknivæddasti fimleikasalur á Íslandi ef ekki bara sá tæknivæddasti! Deildin er búin að koma upp myndavélum sem taka upp stökk og æfingar iðkenda sem seinkar svo sýningu á framkvæmdinni til þess að iðkendur geti séð hvað þau voru að gera. Þegar að við hreyfum okkur þá höfum við takmarkaðar upplýsingar á birtingamynd …
Við erum að rifna úr stolti!
Fimleikadeildin er einstaklega stolt af iðkendum sínum og ekki síður af þjálfurum sínum. Ef deildin ætti að velja eitt orð til þess að lýsa okkar fólki að þá er það samheldni því saman stöndum við sterkari! Fimleikamaður ársins 2025 er Styrkár Vatnar Reynisson og fimleikakona ársins 2025 er Sara María Ingólfsdóttir. Bæði tóku þau þátt í blönduðu liði Aftureldingar og …









