Fellahringurinn er viðburður í Mosfellsbæ í tengslum við bæjarhátíðina Í túninu heima.Þessi fjallahjólaskemmtun höfðar til breiðs hóps hjólara – bæði vanra og þeirra sem eru að stíga sín fyrstu skref í fjallahjólreiðum. 📅 Dagsetning: Fimmtudagur 28. ágúst 2025📍 Staður: Ræst frá íþróttamiðstöðinni að Varmá kl. 18:00 Leiðir & þátttökugjöld Litli hringurinn – ~15 km (hentar flestum) — 3.500 kr.Strava: https://www.strava.com/routes/9729777 …
Íþróttaskóli barnanna hjá Aftureldingu
Laugardaginn 20.september hefst íþróttaskóli barnanna hjá Aftureldingu þetta haustið. Í ár verður boðið upp á þrjú námskeið: Kl 9:15 verða börn fædd 2023Kl 10:15 verða börn fædd 2022Kl 11:15 verða börn fædd 2020 og 2021 Skráning hefur verið opnuð á abler eða hér . Ef foreldrar vilja hafa börn sín saman í tíma þá vinsamlegast hafið samband við stjórnendur skólans …
Sterk þjálfarateymi halda áfram að styrkjast!
Það er sigur fyrir fimleikadeild Aftureldingar að ná til okkar Jonas Lund fimleikaþjálfara! Jonas Lunde er danskur og með 13 ára reynslu í hópfimleikum. Síðustu 10 árin eða frá 2015 hefur Jonas verið mikilvægur þáttur í uppbyggingu Arendals Turnforening sem er í dag eitt sterkasta fimleikafélagið í Noregi. Jonas hefur sigrað með liðum sínum þrjá norska tiltla og komið þeim …
Afturelding gengur frá ráðningu þjálfara í yngri flokka starfið
Starf körfuknattleiksdeildar Aftureldingar er allt að taka á sig mynd fyrir næsta vetur. Deildin hefur gengið frá samningum við þrjá þjálfara sem taka að sér þjálfun yngri flokka deildarinnar. Heimamaðurinn Hlynur Logi Ingólfsson heldur áfram sem þjálfari yngri flokka Hlynur Logi Ingólfsson mun sjá um þjálfun 9. og 10. flokks ásamt því að verða þjálfara meistaraflokks innan handar með þjálfun …
Sýningarfimleikar – Frítt í ágúst
Fimleikadeildin fer á fullt í skipulagða starfsemi með Sýningarfimleikana á haustönn 2025. Þessi nýja grein hefur vakið mikla lukku og verður í boði hjá deildinni í vetur eins og aðrar hefðbundnar æfingar í fimleikum. Dagana 11. til 29. ágúst verða í boði fríar æfingar en við viljum að allir skrái sig svo að starfið gangi betur fyrir sig. Skráning fer fram hérna: …
Sumarnámskeið og sumaræfingar
Fimleikadeild Aftureldingar verður með vinsælu sumarnámskeiðin sín áfram í ágúst eða alveg til föstudags 22. ágúst. Hægt er að skrá heila daga og hálfa daga eftir því sem hentar fyrir hverja viku. Stefnt er að því að haustönnin hefjist mánudaginn 1. september og skráningar hefjist 26. ágúst. Þangað til verður nóg að gera á sumaræfingum sem eru núna í gangi …
Sævaldur Bjarnason framlengir þjálfarasamning við Aftureldingu
Körfuknattleiksdeild Aftureldingar í Mosfellsbæ hefur framlengt samning sinn við Sævald Bjarnason sem mun halda áfram sem yfirþjálfari deildarinnar. Sævaldur hefur starfað hjá félaginu í heilan áratug og náð góðum árangri á þeim tíma. Undir stjórn Sævaldar hefur fjöldi iðkenda í körfubolta hjá Aftureldingu aukist jafnt og þétt og eru nú tæplega 200 einstaklingar sem stunda íþróttina hjá félaginu. Sem yfirþjálfari …
Ungir körfuboltastrákar úr Aftureldingu í Mosfellsbæ ferðaðist til Duke University í Bandaríkjunum
Dagana 22. til 29. júní síðastliðinn fóru 28 ungir körfuboltastrákar á aldrinum 13 og 14 ára úr körfuknattleiksdeild Aftureldingar í Mosfellsbæ ásamt hátt í 60 manna hópi í ferð til Duke University í Norður-Karólínu, Bandaríkjunum. Ferðin var hluti af þjálfunar- og þróunarstarfi deildarinnar með það að markmiði að efla leikmannahópinn og styrkja samheldni innan liðsins. Í Duke University fengu strákarnir …
Nýr þjálfari tekinn við hjá Meistaraflokki kvenna, Sindri Snær Ólafsson!
Við í Aftureldingu erum stolt af því að kynna nýjan þjálfara Meistaraflokks kvenna.Hann er með yfir 12 ára reynslu af þjálfun hjá Aftureldingu, bæði hjá strákum og stelpum í yngri flokkum. Auk þess hefur hann sjálfur spilað með meistaraflokki karla og Hvíta riddaranum.Hann þjálfaði Hvítu riddarana í fjögur ár, fór með liðið upp um deild og hélt þeim þar – …
Perry Mclachlan hefur látið af störfum
Perry Mclachlan hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Við þökkum honum fyrir vel unnin störf og óskum honum velfarnaðar í framtíðar verkefnum.Knattspyrnudeild Aftureldingar