Sjónvarpsþátturinn Afturelding hlaut 11 verðlaun á Íslensku sjónvarpsverðlaununum sem voru afhent í gærkvöld fyrir árið 2023 og stóð þar með upp sem algjör sigurvegari árið 2023. Hljóð ársins. Klipping ársins Kvikmyndataka ársins Tónlist ársins Búningar ársins Gervi ársins Handrit ársins Leikið sjónvarspefni ársins Leikkona ársins Leikstjóri ársins og Sjónvarpsefni ársins Til hamingju Dóri DNA, til hamingju Afturelding ❤️🖤
Blakliðin okkar á ferð og flugi um helgina
Það var mikið um að vera í blakinu um allt land um liðna helgi þó að ekki hafi verið spilað í Úrvalsdeildum karla og kvenna. Fyrsta helgin af þremur í Íslandsmóti neðri deilda var spiluð á sex mismunandi stöðum. Spilað er í 7 kvennadeildum sem allar hafa 12 lið og í þremur karladeildum. Afturelding er með samtals 7 lið í …
Dramatískur heimasigur í Varmá – Mosfellingar unnu Laugdæli 99–97
Það ríkti sannkölluð körfubolta- og hauststemning í Mosfellsbænum á laugardaginn þegar Afturelding tók á móti Laugdælum frá Laugarvatni í 2. deild karla. Leikurinn fór fram í Varmá á körfuboltadegi félagsins þar sem stemningin í stúkunni var rafmögnuð og úr varð sannkallaður spennutryllir sem endaði með naumum sigri heimamanna, 99–97. Það var Björgvin Már Jónsson sem tryggði sigurinn með sóknarfrákasti og …
Bergsveinn Kári heldur áfram þjálfun með 5.–6. bekk í körfubolta
Körfuknattleiksdeild Aftureldingar er mjög ánægð að tilkynna að Bergsveinn Kári Jóhannesson heldur áfram þjálfun 5.–6. bekkjar hjá félaginu. En hann var einnig mjög flottur í sumarstarfi félagsins nú í sumar sem heppnaðist frábærlega. Bergsveinn hefur unnið mjög gott starf undanfarin misseri og stóð sig virkilega vel á síðasta tímabili þegar hann tók við flokknum sem sínum fyrsta aðalflokki, hann hefur …
Afturelding með sannfærandi sigur á Skaganum – 102-78 sigur á ÍA-u
Körfuboltastrákarnir í Aftureldingar sýndu styrk sinn á Skaganum í kvöld þegar liðið vann sannfærandi 102-78 sigur á ÍA – u eftir kraftmikinn og vel útfærðan leik í 2.deildinni í kvöld. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar og eftir fyrsta leikhluta leiddu Mosfellingar með einu stigi. Ungur og efnilegur hópur Aftureldingar bætti þó hratt í þegar á leið og náði 15 stiga …
Íþróttir fyrir alla
Íþróttir fyrir alla hefst sunnudaginn 5. október. Æfingar í Fellinu kl 11.00 á sunnudögum í vetur. Yfirþjálfari verkefnisins er Gunnar Freyr, en hann hefur fjölbreyttan bakgrunn í íþróttum. Hann er íþróttafræðingur og hefur starfað hjá okkur í nokkur ár í sund- og frjálsíþróttadeildum okkar. Íþróttir fyrir alla eru fjölbreyttar íþróttaæfingar, þar sem snert er á hinum ýmsu íþróttum. Gestaþjálfarar frá …
Blakdeild Aftureldingar sýnir samstöðu í baráttunni gegn brjóstakrabbameini
Það er bleikur dagur í dag og bleikur mánuður til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. Bæði kvenna- og karlalið deildarinnar munu spila með merki Krafts framan á búningum sínum í vetur, til að sýna samstöðu með þeim sem glíma við krabbamein og minna á mikilvægi forvarna og stuðnings. Kraftur er íslenskt stuðningsfélag sem veitir ungum einstaklingum sem greinst hafa með …
Vinavika í körfunni
🔥🏀 VINAVIKA Í KÖRFU HJÁ AFTURELDINGU! 🏀🔥 Dagana 6.–11. október breytum við æfingunum í sannkallað körfubolta-partý! 🎉 Allir iðkendur taka vin með sér á æfingu – og hver veit… kannski verður þú eða vinur þinn næsta körfuboltastjarnan í Mosfellsbænum ✨ 💥 Komdu og prófaðu körfu – við lofum: ✅ Gaman & fjör ✅ Nýjum vinum ✅ Hraða, leik og æsispennandi …
Myntkaup höllin að Varmá
Ungmennafélagið Afturelding hefur skrifað undir samstarfssamning við Myntkaup ehf. þar sem Myntkaup kaupir nafnaréttinn á heimavelli félagsins í handbolta, blaki og körfuknattleik. Frá og með núverandi tímabili munu keppnisleikir inni í íþróttamiðstöðinni að Varmá vera spilaðir í Myntkaup höllinni. Samkomulagið markar mikilvægt og jákvætt skref fyrir félagið og framtíðarstarf þess. Með þessu samstarfi verður Myntkaup eitt af helstu bakhjörlum félagsins. …
Tímabilið að hefjast í blakinu
Miðvikudaginn 24.september hefst tímabilið formlega hjá Blakdeild Aftureldingar þegar karlaliðið okkar spilar sinn fyrsta leik og er það heimaleikur við Þrótt Reykjavík sem spiluðu til úrslita bæði í bikar og Íslandsmótinu í vor. Lið Aftureledingar er talsvert breytt frá fyrra ári og ætlar liðið sér mikið í vetur og er staðráðið í að berjast um alla titla sem í boði …










