Körfuboltatímabilinu ´24 -´25 formlega lokið!

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Helgina sem leið voru leiknir síðustu keppnisleikir í körfubolta á tímabilinu. Minnibolti 11 ára (6. bekkur) og 8. flokkur (f.2011) drengja spiluðu sína síðustu keppnisleiki á Íslandsmótinu ´24-´25 og er því öllum keppnisleikjum á vegum KKÍ lokið. Keppnistímabilið var ansi viðburðarríkt hjá okkur í Aftureldingu þar sem við buðum upp á starf fyrir öll börn í 1.-10. bekk grunnskóla en …

Magni Jóhannes Þrastarson til Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Magni Jóhanness Þrastarson gengur til liðs við Aftureldingu. Magni kemur inn í þjálfarateymi 3.flokks karla tímabundið í sumar áður en hann stígur svo inn í 2. og 3. flokk kvenna í haust. Magni þjálfaði hjá KH og 2.fl kvk hjá Val. Magni er ungur og metnaðarfullur þjálfari sem við bindum miklar vonir við og sem mun vonandi efla kvennastarfið í …

Aðalstjórn Aftureldingar 2025-2026

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Á framhaldsfundi Aðalstjórnar Aftureldingar þann 14 maí sl. varð breyting á Aðalstjórn. Þær Hildur Pála Gunnarsdóttir og Inga Hallsteinsdóttir  kveðja Aðalstjórn. Í þeirra stað koma þær Aðalheiður Helgadóttir og Sonja Ósk Gunnarsdóttir. Um leið og við bjóðum þær Aðalheiði og Sonju velkomnar þökkum við Hildi Pálu og Ingu fyrir óeigingjarnt og farsælt starf. Áfram Afturelding

Blakarar frá Aftureldingu á Smáþjóðarleikunum

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Í næstu viku fara fram Smáþjóðarleikarnir og eru þeir haldnir í Andorra að þessu sinni dagana 27-30 maí. Þar sem kvennalið Íslands í blaki er að keppa í Silver League á sama tíma þá geta þær ekki tekið þátt í leikunum. Afturelding átti 6 þátttakendur í  íslenska karlaliðinu en því miður þá þurfti Sigþór Helgason að draga sig út vegna …

Körfuboltakrakkar á ferð og flugi yfir helgina.

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

12 leikir á mismunandi stöðum á landinu. Núna um helgina er næstsíðasta keppnishelgi yngri flokka körfuknattleiksdeildar Aftureldingar í vetur. Krakkar fæddir 2012 og skipa 7. flokk sendi tvö lið til keppni í ár en þeir spila á Sauðárkróki núna um helgina. Frábært veður er fyrir norðan en yfir 20 gráðu hita er spáð í forsælu og mikið fjör framundan.   …

Safnað fyrir ferð til Duke University

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Í dag hefur farið fram körfuboltamaraþon þar sem 25 strákar úr 7. og 8. flokki körfuknattleiksdeildar Aftureldingar eru að safna fyrir æfingaferð til Duke University í Bandaríkjunum.  Ferðin verður farin 22.-29.  júní og undirbúningur á fullu.  Drengirnir hafa verið duglegir að safna áheitum undanfarnar vikur og nú er að standa við áheitin sem hafa safnast.  Körfuboltamaraþonið byrjaði í morgun klukkan …

Framboð óskast

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar eftir framboðum til formanns og stjórnar Barna og Unglingaráðs. Framboðsfrestur er til 15. Maí. Framboðum er skilað til framkvæmdarstjóra Aftureldingar á netfangið: einar@afturelding.is Áfram Afturelding

Fjallahjólanámskeið fyrir 7–10 ára

Hjóladeild AftureldingarHjól

Hjóladeild Aftureldingar býður upp á fjögur skemmtileg fjallahjólanámskeið fyrir börn á aldrinum 7–10 ára í júní 2025! 📆 Dagsetningar námskeiða:🔸 10.–13. júní🔸 16.–20. júní ⏰ Tímasetningar – hægt er að velja:🔹 Námskeið fyrir hádegi kl. 9:00–12:00🔹 Námskeið eftir hádegi kl. 13:00–16:00(3 klst. í senn – fjórir dagar í senn, samtals fjögur mismunandi námskeið) ATH! Takmarkaður fjöldi barna er á hvert …