Þóra María Sigurjónsdóttir spilar með U17 ára landsliði ísland í Póllandi Stelpurnar spiluðu fyrri vináttu leik sinn við Pólland í Kwitzyn í gær. Niðurstaðan varð sjö marka tap 32-25 eftir kafalskiptan leik. Það var gríðarlega góð reynsla fyrir stelpurnar að fá að mæta svona sterku liði á erfiðum útivelli. Við heyrðum í Þóru í gær og er hópurinn staðráðinn í …
Karate: breytt tímatafla og opnir tímar í Hreyfiviku 30. maí – 2. júní
Vikuna 30. maí til 2. júni verða opnir tímar í karate fyrir alla þá sem vilja koma og prófa greinina. Hópar verða sameinaðir og er breytt tímatafla sem hér segir:
Stórsigur á Varmárvelli
Afturelding lagði Tindastól 5-1 á laugardag í 2.deild karla á Varmárvelli.
Unnu til verðlauna á Gautaborg Open
Karatedeild Aftureldingar átti þrjá keppendur á alþjóðlegu móti sem fram fór í Gautaborg í Svíþjóð í byrjun maí.
Strákarnir sigruðu á Höfn.
Afturelding heimsótti Sindra á Höfn í Hornafirði í 2. deild karlaOkkar strákum er spáð efsta sæti 2. deildar og þeir byrjðu þeir leikinn betur. Wentzel Steinarr Kamban skoraði fyrsta markið eftir stundarfjórðung og stuttu síðar var Magnús Már Einarsson búinn að bæta við. Staðan var 2-0 í hálfleik, en undir lokin bætti Ágúst Leó Björnsson við þriðja mark Aftureldingar og þar við …
6 fl kvk eldra ár í 2 sæti á íslandsmótinu
Stelpurnar okkar í 6 fl kvk eldra ári náðu góðum árangri í vetur og enduðu í 2 sæti á íslandsmótinu með 11 stig af 15. Virkilega flottur hópur hér á ferð sem verður svo sannarlega gaman að fylgjast með í framtíðinni. Óskum stelpunum og þjálfurum liðsins innilega til hamingju með frábæran árangur.
4 fl kk Eldra ár deildarmeistarar 2.deild 2017
Strákarnir okkar í 4 fl kk eldra ár urðu á dögunum deildarmeistarar í 2.deild karla. Þeir áttu frábæran vetur 12 sigrar eitt jafntefli og eitt tap. Þeir enduðu með 25 stig á toppi deildarinnar. Óskum strákunum og þjálfurum liðsins innilega til hamingju með deildarmeistaratitilinn.
4 fl kk yngra ár Íslandsmeistari B 2017
Strákarnir okkar í 4 fl kk yngri unnu góðan sigur á ÍBV drengjum í gærkvöldi í úrslitum um íslandsmeistaratitilinn B 2017. Lokatölur urðu 24 – 20. Óskum strákunum og þjálfurum liðsins innilega til hamingju.
6 fl kk yngri Íslandsmeistarar 2017
6 fl kk yngra ár átti frábæran vetur. Þeir sigruðu þrjú mót og lentu í öðru sæti á tveimur mótum og voru því með fullt hús stiga eftir þrjú mót. Það verður gaman að fylgjast með þessum drengjum í framtíðinni. Óskum þeim ásamt þjálfurum liðsins innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.
Uppskeruhátíð yngri flokka handboltans
Uppskeruhátíð yngstu flokkanna fór fram í vikunni. Gaman var að sjá hversu margir mættu. Dagurinn var frábær, settar voru upp handboltastöðvar, allir fengu viðurkenningarskjöl og síðan var gætt sér á pylsum.
Veitt voru sérstök verðlaun til 6 fl kvk yngra ár en þær áttu frábæran vetur og enduðu í 2 sæti til íslandsmeistara. 6 fl kk yngra ár fengu einnig verðlaun en þeir urðu íslandsmeistarar 2017.
Þökkum iðkendum kærlega fyrir veturinn og hlökkum til að sjá alla næsta haust.










