Það er ánægjulegt að tilkynna að Viktor Marel Kjærnested hefur skrifað undir samning við uppeldisfélagið sitt. Viktor Marel sem er fæddur árið 2000 á að baki úrtaksæfingar með u16 og u17 ára landsliðinu og lék hann 15 leiki með 2.flokki karla í sumar þrátt fyrir að vera enn gjaldgengur í 3.flokk. Viktor skoraði 7 mörk í þessum leikjum og hefur hann …
Innilega til hamingju Björgvin og Egill
Heimir Ríkarðsson þjálfari u-17 ára landsliðs karla hefur valið hóp fyrir Mediterranean Youth Handball Championship sem fer fram í París 15.-22. janúar nk. 18 leikmenn hafa verið valdir til fararinnar og 7 til vara.
Hópurinn æfir saman 27. – 30. desember í Reykjavík
Samningur við Erindi
Erindi – samtök um samskipti og skólamál og Ungmennafélagið Afturelding í Mosfellsbæ hafa gert með sér samstarfssamning þess efnis að Erindi veiti félaginu fræðslu um samskiptamál barna og unglinga og mögulegan samskiptavanda sem upp getur komið. Stjórn Aftureldingar ákvað að leggja áherslu á góð samskipti og líðan barna og unglinga í öllu starfi félagsins. Með samningnum markar Afturelding sér skýra …
Opnunartími Sportbúðar Errea
Sportbúð Errea: Opnunartími 1.-23. desember kl. 10-18 alla virka daga Laugardaginn 10. des. kl. 11-14 Laugardaginn 17. des. kl. 11-14
Afturelding – Akureyri laug 26.nóv kl 18:30
Upphitun á Hvíta á undan fyrir alla fjölskylduna. Tilboð a mat og drykk og Einar Andri mætir og fer yfir leik plan dagsins. Allir iðkendur sem æfa handbolta með Aftureldingu mega bjóða með sér einum fullorðnum gesti frítt á leikinn. Allir iðkendur hvattir til þess að nýta sér það og bjóða mömmu, pabba,ömmu eða afa á leikinn
Stórleikir á miðvikudag að Varmá
Á miðvikudaginn mætast Afturelding og HK í Mizuno deild kvenna, Afturelding situr í efsta sæti með fullt hús stiga eftir 5 leiki en HK er í þriðja sæti með 11 stig eftir 4 leiki.
Strax á eftir mætast Afturelding og Stjarnan í Mizunodeild karla, Stjarnan er í þriðja sæti með 12 stig eftir 6 leiki á meðan Afturelding er í fjórða sæti með 11 stig eftir 6 leiki.
Sigur á Ikast í gær.
Stelpurnar mæta heimaliðinu Randaberg kl 16:30 ísl tíma í dag. Live stream https://www.youtube.com/embed/nfshgj56BmE
Ungmennafélagið Afturelding auglýsir eftir framkvæmdastjóra
Ungmennafélagið Afturelding auglýsir eftir framkvæmdastjóra. Við leitum að jákvæðum, drífandi og skipulögðum einstaklingi með framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. Starfið er laust frá og með 1. janúar 2017. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu og fjárreiðum félagsins. Í því felst meðal annars að aðstoða við að afla styrkja, gerð áætlana og styður við við deildir félagsins í öllu þeirra …
Nýr opnunartími skrifstofu
Frá og með 14. nóvember verður skrifstofa Ungmennafélagsins Aftureldingar opin sem hér segir: Mánudaga til föstudaga frá klukkan 13:00 til 16:00
Kvennaliðið spilar í Noregi um helgina.
Stelpurnar spila í Norður Evrópukeppni félagsliða um helgina. Þeirra riðill verður spilaður í Randaberg í Noregi.
Föstudagur kl 19:30 (18:30 ísl) við Ikast
Laugardagur kl 17:30 (16:30 ísl) við Randaberg
Sunnudagur kl 12 (11:00 ísl) við Amager.
leikirnir verða sýndir beint https://www.youtube.com/embed/nfshgj56BmE








