Merki Aftureldingar.
Af gefnu tilefni skal áréttað: Að í gildi er samningur milli Aftureldingar og Errea sem kveður á um að iðkendur félagsins klæðist eingöngu fatnaði frá Errea, merktum félaginu, á mótum og öðrum stöðum er þeir koma fram fyrir hönd félagsins. Samkvæmt þeim samningi er öðrum aðilum, er selja íþróttafatnað, óheimilt að nota merki Aftureldingar á sinn fatnað. Vinsamlegast virðið þennan samning. Séum við …
Nú er framundan sannkallað fótboltasumar þar sem landsliðið okkar spilar á EM í fyrsta skipti. Hér heima er líka allt á fullu í boltanum. Meistaraflokkar og yngri flokkar í Aftureldingu hafa byrjað leiki sína í Íslandsmótinu frábærlega og hvetjum við alla til að mæta vel í stúkuna í sumar og hvetja Aftureldingu. Liverpoolskólinn er næsta stórverkefni knattspyrnudeilar en skólinn verður hér á …
Afturelding vann Keflavík
Afturelding og Keflavík mættust á Varmávelli í Mosfellsbæ á fimmtudagskvöld en liðin leika í B-riðli deildarinnar.
Körfuboltaskóli Aftureldingar í sumar
Í fyrsta skipti í langan tíma verður í boði Körfuboltaskóli fyrir börn á aldrinum 7-11 ára í sumar. Nánari upplýsingar með því að smella á myndina sem fylgir þessari frétt.
Innanfélagsmót 30. maí
Mánudaginn 30. maí ætlar Fimleikadeildin að standa fyrir Innanfélagsmóti í fimleikasalnum okkar kl 17:00-20:00. Mæting fyrir börnin er 16:30 en mótið hefst á slaginu 17:00 Mæting er í fimleikafötum/íþróttafötum með hár vel greitt frá andliti. Á mótinu munu þeir hópar keppa sem ekki hafa verið að keppa í vetur á öðrum mótum, þ.e.R-1 Gulur/Rauður/Grænn, R-2 kvk og kk, R-4 Gulur/Rauður …
Fimleikar – Sumarönn 2016
Fimleikadeild Aftureldingar mun standa fyrir æfingum og námskeiði í sumar. Önnin hefst mánudaginn 13. júní og lýkur föstudaginn 19. ágúst. Engar æfingar verða þó í júlí og byrjun ágúst. Önnin telur því 5 vikur og verður boðið upp á æfingar fyrir 6 ára börn og eldri. Þetta er kjörið tækifæri fyrir fimleikakrakka að halda áfram æfingum yfir sumarið og koma …
1.deildin hefst á morgun hjá stelpunum okkar
Íslandsmótið í 1.deild kvenna hefst á morgun miðvikudag þegar Augnablik heimsækir Aftureldingu á Varmárvöll kl 20:00
Eduardo Berenguer Herrero ráðinn þjálfari
Blakdeild Aftureldingar hefur samið við Eduardo Berenguer Herrero og mun hann taka við sem yfirþjálfari og íþróttastjóri innan balkdeildar Aftureldingar til næstu 3ja ára. Eduardo mun leiða uppbyggingarstarf deildarinnar, allt frá yngstu iðkendum til úrvalsdeildaliðanna og hjálpa til við uppbyggingu á innri starfi deildarinnar. Um leið og Blakdeildin býður Eduardo velkomin til nýrra starfa þá þökkum við fráfarandi þjálfara til 2ja ára,Rogerio …
FORSALA hefst kl 9:00 í fyrramálið.
Forsala miða á leikinn Afturelding – Haukar hefst kl 9:00 í fyrramálið mán 16.maí. Þetta verður rosalegur leikur sem þú vilt EKKI missa af. ÁFRAM AFTURELDING !!!










