Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 17. mars næstkomandi kl. 18 í Vallarhúsinu við íþróttamiðstöðina á Varmá. Dagskrá samkvæmt reglum Aftureldingar: 1. Fundarsetning. 2. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 3. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin og borin undir atkvæði. 4. Formaður deildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári. 5. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum …
Aðalfundur knattspyrnudeildar Aftueldingar
Aðalfundur knattspyrnudeildar verður haldin mánudaginn 21. mars í Vallarhúsinu við Varmá kl. 20.00 Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins. 3. Rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir árið 2015. 4. Starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. 5. Kosning formanns. 6. Kosning annarra stjórnarmanna. 7. …
Þóra María í U16 ára landslið kvenna.
Hrafnhildur Skúladóttir og Stefán Arnarson hafa valið í æfingahóp U16 ára landsliðs kvenna sem mun æfa helgina 18. – 20. mars. Fyrsta æfing hópsins er föstudaginn 18. mars kl.20.00 í Kórnum. Óskum Þóru Maríu innilega til hamingju sem og góðs gengis.
Forsala – bikarúrslitahelgi í blakinu
19. og 20. mars verður mikil blakhátíð í Laugardalshöllinni. Undanúrslit í bikarkeppni BLÍ verða spiluð á laugardegi, alls 4 leikir og úrslitaleikirnir verða sunnudaginn 20.mars.
Rakel Dóra valin í æfingarhóp U18 ára landsliðs kvenna
Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson þjálfarar U18 ára landsliðs kvenna hafa valið tvo æfingarhópa til að koma saman á æfingum dagana 14 – 20 mars. Okkar stelpa Rakel Dóra Sigurðardóttir er í þeim hópi Óskum Rakel innilega til hamingju sem og góðs gengis.
Naumt tap á móti CocaCola bikarmeisturum Stjörnunnar.
Ljósmyndari deildarinnar var á staðnum og tók þessar skemmtilegu myndir.
Vel heppnaðar æfingabúiðir og KOI mót í Varmá
Dagana 26. – 28. febrúar s.l. fóru fram karate æfingabúðir og Kobe Osaka International mót hjá Aftureldingu og Fjölni í Íþróttamiðstöðinni við Varmá. Alls tóku þátt 36 iðkendur þátt frá Aftureldingu auk stórs hóps iðkenda frá karatedeild Fjölnis. Æfingabúðirnar heppnuðust ákaflega vel en leiðbeinandi var Steven Morris, 7. dan, frá Skotlandi auk Paul Lapsley, 5. dan, einnig frá Skotlandi.
Afturelding með stórsigur gegn Álftanesi
Afturelding vann góðan 6-1 sigur gegn Álftanesi í Lengjubikarnum á sunnudag.
Dómaranámskeið
Grunnnámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Aftureldingu í Varmárskóla þriðjudaginn 8. febrúar kl. 20:00.
Aðalfundur Aftureldingar
Aðalfundur Aftureldingar verður haldinn fimmtudaginn 7. apríl n.k. í hátíðarsal Varmárskóla. Fundurinn hefst kl. 18.00.










