Íslandsmeistarar 2015

Blakdeild AftureldingarBlak

Strákarnir í 3. flokki urðu Íslandsmeistara um síðastliðna helgi . Íslandmeistaramótið var haldið á Akureyri og unnu strákarnir alla leikina sína. Stelpurnar í 3.flokki náðu bronsverðlaununum í keppni B liða.

Kristín Þóra á ferðinni með U17

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Kristín Þóra Birgisdóttir leikmaður Aftureldingar var í leikmannahópi U17 kvennalandsliðsins sem lék tvo leiki við Íra á Írlandi nú um helgina.

Æfingabúðir með Sensei Steven Morris og KOI mót

Karatedeild AftureldingarKarate

Til stórra tíðinda dregur í lok mars mánaðar þegar Sensei Steven Morris, 7. dan, frá Skotlandi sækir karatedeildir Aftureldingar og Fjölnis heim. Auk Steven kemur einnig til landsins Sensei Paul Lapsley, 5. dan, en þetta er hans fyrsta heimsókn til Íslands. Helgina 27. – 29. mars verða æfingabúðir og æfingamót fyrir iðkendur beggja félaga í tilefni af komu meistaranna. Um sannkallaða karateveislu er að ræða.

Frjáls mæting laugardaginn 14. mars vegna veðurs

Ungmennafélagið Afturelding

Veðurspá morgundagsins er ekki upp á sitt besta og veðrið einstaklega slæmt í fyrramálið og fram yfir hádegi og höfum við því ákveðið að æfingar verða á sínum stað en það er frjáls mæting á morgun, laugardaginn 14. mars. Hafið í huga að fylgja börnunum inn í hús og sækja þau þangað aftur ef þau koma á æfingu!

Aðalfundur sunddeildar

Sunddeild AftureldingarSund

Aðalfundur sunddeildar Aftureldingar verður haldinn miðvikudaginn 18.mars kl.20 í leikskólanum Huldubergi Við viljum sérstaklega biðja foreldra sem hafa áhuga á að starfa í stjórn félagsins að láta okkur vita með því að senda póst á sund@afturelding.is. Í stjórninni starfa 5 foreldrar (formaður, gjaldkeri, ritari og 2 meðstjórnendur). Þennan veturinn hafa bara verið foreldrar úr gull hópnum í stjórn sem er …