Stelpurnar í Aftureldingu héldu norður til Akureyrar í dag og spiluðu við KA í kvöld. Þær unnu leikinn 3-0( 25-8, 25-18 og 25-21) Stigahæstar í liði Aftureldingar í kvöld voru Auður Anna Jónsdóttir og Fjóla Rut Svavarsdóttir með 10 stig hvor. Í liði KA var Dagbjört með 9 stig og fyrrum leikmaður Aftureldingar sem er flutt aftur norður Alda Ólína Arnarsdóttir með 7 stig.
Meistaraflokkur kvenna taplaus það sem af er ári.
Meistaraflokkur kvenna vann sinn fjórða leik í röð þegar þær lögðu lið Goldís 29-33 síðastliðinn þriðjudag í Víkinni. Með sigrunum náðu þær öðru sæti deildarinnar af liði Goldís. Stelpurnar okkar byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrst 7 mörk leiksins og þegar Goldís hafði skorað sitt fyrsta mark var staðan 1-9. Afturelding hélt öruggri forystu allan tímann og leiddi með 6 – 8 mörkum megnið af leiknum en örlítið dró saman með liðunum undir lokin.
Afturelding hefur einungis tapað einum leik í vetur, en það var á móti FH í október sl. Hið unga lið Aftureldingar hefur því verið að gera góða hluti í utandeildinni á undanförnum mánuðum. Þær eiga heimaleik næsta laugardag kl. 15:00 á móti Gróttu að Varmá. Hvetjum alla Mosfellinga til að mæta og hvetja stelpurnar okkar áfram. Áfram Afturelding
Afturelding – Akureyri fim 12.feb kl 19:30
Strákarnir okkar í meistaraflokki karla taka á móti Akureyri í fyrsta heimaleik ársins. Hvetjum alla til að mæta og hvetja strákana til sigurs, Áfram Afturelding
Körfuboltadagur Aftureldingar
Næsta sunnudag þann 8. feb. í Lágafelli kl. 14.00-16.00 í samstarfi við KKÍ.
Foreldraæfing helgina 7-8. febrúar
Fimleikadeildin ætlar að vera með foreldraæfingu um næstu helgi, 7-8. febrúar. Í fyrra mætti gífurlegur fjöldi fólks og það var mikið fjör hjá okkur. Vegna frábærar mætingar var ákveðið að skipta hópunum upp í þetta skiptið til að koma í veg fyrir langar raðir í salnum. Við viljum hvetja alla foreldra og systkini til að mæta og koma og hoppa …
Góður sigur á Fjölni
Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna fengu Fjölni í heimsókn á laugardaginn síðasta. Staðan í hálfleik var 14 – 9. Lokatölur voru 27 – 22.
Mörk Aftureldingar
Telma Frímannsdóttir 7 mörk
Magnea Rós Svansdóttir 5 mörk
Sara Lind Stefánsdóttir 4 mörk
Vigdís Brandsdóttir 3 mörk
Hekla Daðadóttir 3 mörk
Dagný Huld Birgisdóttir 3 mörk
Nóra Csákovics 1 mark
Rakel Dóra Sigurðardóttir 1 mark
Innilega til hamingju stelpur.
Arnór og Andri á landsliðsæfingum
Þeir félagar Arnór Breki Ásþórsson og Andri Freyr Jónasson voru fulltrúar Aftureldingar á æfingum með U17 landsliðinu um helgina
Fótbolta.net mótið á fullu – fylgist með
Mót þetta er fyrsta undirbúningsmót strákanna fyrir komandi keppnistímabil í fótboltanum og tekur Afturelding þar þátt að vanda.
Happdrætti Þorrablóts 2015
Hér til hliðar má finna númer þeirra sem fengu vinning á mjög vel heppnuðu Þorrablóti Aftureldingar s.l. laugardag. Frábært hve margir mættu og gaman að sjá metnað í borðaskreytingum sem skapaði frábæra stemningu á blótinu. Sjá myndir á fésbókarsíðu blótsins undir „Þorrablót Aftureldingar“. Vinningaskrá má finna hér! ij
Afturelding semur við Elise Kotsakis
Meistaraflokkur kvenna á von á góðum liðsstyrk í hinni bandarísku Elise Kotsakis sem mun leika með liðinu í Pepsideildinni í sumar.










