Þjálfaramál klár hjá Blakdeild

Blakdeild Aftureldingar Blak

Blakdeild Aftureldinga hefur gengið frá þjálfaramálum sínum fyrir komandi vertíð.
Apostol Apostolov verður áfram með Íslandsmeistarana í úrvalsdeild kvenna.
Rogerio Ponticelli hefur verið ráðin þjálfari karlaliðs blakdeildarinna. Ponticelli er frá Brasilíu og var ráðin þjálfari A landsliðs karla í mars og mun stýra landsliðinu fram yfir Smáþjóðarleikana á næsta ári. Hann er með hæstu þjálfaragráðu sem hægt er að fá frá Alþjóða blaksambandinu og verður frábær viðbót í góða þjálfaraflóru deildarinnar. Hann mun þjálfa úrvalsdeild karla, 2. og 3.flokk pilta og 1.-4. deild kvenna. Blakdeild Aftureldingar býður Rogerio velkomin í hópinn.

Sundþjálfari óskast

Sunddeild Aftureldingar Sund

Staða sundþjálfara hjá Sunddeild Aftureldingar er laus til umsóknar. Óskað er eftir því að þjálfari geti tekið til starfa um miðjan ágúst n.k. Starfssvið: –          Þjálfun á Höfrungum     6-7 ára    tvisvar í viku –          Þjálfun á Bronshóp       8-9 ára    þrisvar í viku Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sundþjalfun og menntun á sviði íþróttafræða er kostur. …

Góður árangur sunddeildarinnar á AMÍ og UMÍ

Sunddeild Aftureldingar Sund

Afturelding átti keppendur á tveimur  stórum sundmótum í júní. Mótin eru aldursskipt lágmarkamót og haldin í lok sundtímabils ár hvert. Á AMÍ (Aldursflokkameistarmóti Íslands)  kepptu 15 ára og yngri sundmenn og á UMÍ (Unglingameistaramóti Íslands) kepptu 15-20 ára sundmenn. AMÍ fór fram í Vatnaveröld í Reykjanesbæ helgina 13. – 15. júní. Á mótinu kepptu fjórir sundmenn fyrir hönd Aftureldingar, þau: …