Þrír fulltrúar í U17 karlalandsliðinu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Þetta eru þeir Andri Freyr Jónasson, Arnór Breki Ásþórsson og Axel Óskar Andrésson sem allir eru fæddir 1998 og því enn á eldra ári í þriðja flokki.

Andri Freyr hefur farið mikinn með 3.flokki í sumar og skorað 9 mörk í sjö leikjum og þá hefur hann einnig spilað fimm leiki með 2.flokki og skorað þar eitt mark.

Arnór Breki hefur tekið þátt í öllum leikjum 2.flokks karla í sumar og skorað alls 6 mörk í 8 leikjum og að auki tvö mörk í þremur leikjum með 3.flokki.

Axel Óskar hefur ekki komið við sögu með yngri flokkunum í sumar en hann var orðinn fastamaður með meistaraflokki í 2.deildinni og lék þar 8 leiki áður en hann hélt til Englands þar sem hann er að ganga til liðs við Reading eins og kunnugt er.

Knattspyrnudeild óskar skyttunum þremur til hamingju með áfangann og góðs gengis á landsliðsæfingunum.