Sundþjálfari óskast

Sunddeild Aftureldingar Sund

Staða sundþjálfara hjá Sunddeild Aftureldingar er laus til umsóknar. Óskað er eftir því að þjálfari geti tekið til starfa um miðjan ágúst n.k.

Starfssvið:

          Þjálfun á Höfrungum     6-7 ára    tvisvar í viku

          Þjálfun á Bronshóp       8-9 ára    þrisvar í viku

Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sundþjalfun og menntun á sviði íþróttafræða er kostur. Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með samskipti við börn og unglinga og vera þeim góð fyrirmynd.

Einnig er laus til umsóknar þjálfun á Görpum 25+ ára (þarf ekki að vera sami aðilinn).

Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berast á netfangið sund@afturelding.is fyrir 30.júlí. Einnig ef veita þarf nánari upplýsingar.