Mikilvægur sigur Gróttu í Mosfellsbæ

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Bæði lið höfðu misstigið sig í umferðinni á undan og tapað sínum leikjum, og því ljóst að bæði lið myndu berjast upp á líf og dauða fyrir stigunum þremur. Afturelding sat fyrir leikinn í 5. sæti deilarinnar með 14 stig eftir 9 umferðir og Grótta sat í því þriðja með 17 stig. Bæði lið ætla sér stóra hluti í sumar og því má segja að um svokallaðann “6 stiga leik” var um að ræða.

Leikurinn var í miklu jafnvægi í fyrri hálfleik og ljóst að hvorugt liðið vildi tapa stigum. Varnarlína Aftureldingar lá aftarlega á vellinum og kom í veg fyrir það að Gróttu framlínan gat nýtt sér svæðin bak við vörnina líkt og það hefur verið að gera af mikilli kænsku. Það dró til tíðinda á 37.mínútu þegar að misskilningur var í vörn Gróttumanna og Alexander Aron Davorsson nýtti sér það, tók boltann laglega niður og skoraði með hnitmiðuðu skoti. Heimamenn með 1-0 forystu í hálfleik.

Gróttuliðið mætti tvíeflt inn í seinni hálfleikinn, sem að hefur ekki verið venjan á þessu tímabili, og tók öll völd á vellinum. Viggó Kristjánsson lék á alls oddi og það bar ávöxt á 67. mínútu þegar að bæjarstjórasonurinn skoraði beint úr aukaspyrnu af 20 metra færi. Yfir vegginn og upp í samskeytin.

Pressa gestanna hélt áfram og aðeins 3 mínútum síðar skoraði Pétur Már Harðarsson annað mark gestanna af milu harðfylgi. Gestirnir verðskuldað komnir í forystu og með öll völd á vellinum.

Gunnar Smári Agnarsson, sem lék í marki Gróttumanna í fjarveru Kjartans Ólafssonar, varði tvívegis frábærlega á síðustu andartökum leiksins og tryggði Gróttuliðinu stigin þrjú.Verðskuldaður sigur gestanna sem að mættu til leiks í síðari hálfleik af meiri krafti en þeir hafa gert hingað til á þessu tímabili.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/news/09-07-2014/umfjollun-mikilvaegur-sigur-grottu-i-mosfellsbae#ixzz36yQ1ZG4s

Mynd: Hafliði Breiðfjörð / Fótbolti.net