Courtney Conrad gengur til liðs við Aftureldingu

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Courtney er framherji sem einnig getur leikið sem sóknartengiliður og kemur frá Virgina Commonwealth háskólanum í Richmond í Virginia fylki í Bandaríkjunum. Hún hefur leikið 43 leiki og skorað í þeim 17 mörk fyrir háskólalið VCU eftir að hafa spilað í eitt ár fyrir Jacksonville háskólann þar sem hún skoraði átta mörk á fyrsta tímibili sínu í háskólaboltanum.

Courtney er frá Nova Scotia og var í kanadíska U20 ára landsliðsúrtakinu á sínum tíma. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar á sínum ferli og meðal annars verið valin í „Atlantic 10 All-Tournament Team“ og komist í lið vikunnar hjá CollegeSoccer360.com svo eitthvað sé nefnt.

Courtney átti upphaflega að koma til landsins í vor en hún fékk ekki dvalarleyfi í tæka tíð. En nú er hún komin með leikheimild og er mætt í Mosfellsbæinn og mun styrkja hópinn verulega fyrir lokasprettinn í Pepsideildinni.