Afturelding mætti Breiðablik í bráðskemmtilegum markaleik á Varmá á mánudagskvöld
Handknattleiksdeild óskar eftir þjálfara hjá 6 flokki kvenna.
Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar eftir þjálfara fyrir 6 flokk kvenna. Reynsla af þjálfun nauðsynleg sem og hreint sakavottorð. Áhugasamir sendið ferilskrá á ingal@ru.is.
Valgeir Steinn framlengir við Aftureldingu!
Valgeir Steinn Runólfsson hefur framlengt samning sínum við Aftureldingu um tvö ár. Valgeir er fæddur á því herrans ári 1994 og er því á sínu fyrsta leiktímabili í meistaraflokki en var lykilmaður í öflugu 2. flokks liði í fyrrasumar sem sigraði C deild. Valgeir, sem er afar leikinn sóknarmaður, hefur vaxið mikið s.l. ár og hefur staðið sig vel í …
Intersportmótið á Tungubökkum heldur áfram
Laugardaginn 6.september er komið að síðari hluta hins árlega Intersportsmóts Aftureldingar á Tungubökkum.
Frábær sigur á ÍA á Akranesi í Pepsideildinni
Afturelding gerði góða ferð á Skipaskaga á miðvikudag þegar liðið sótti ÍA heim í Pepsideild kvenna
Taekwondo iðkendur í íslenska ungmenna-úrvalinu (Talent Team)
Ásthildur og Níels í íslenska ungmenna-úrvalinu.
Taekwondoiðkendur á landsliðsæfingu (myndband)
Horfðu á myndbandið á Youtube.
Blak fyrir byrjendur – fyrir fullorðna
Blakdeild Aftureldingar býður upp á byrjendanámskeið í blaki fyrir konur og verða æfingar á mánudögum kl 20.00 og á miðvikudögum kl 21:30. Allar konur sem hafa áhuga á að prufa eru velkomnar. Hámarks fjöldi miðast þó við 20 konur.
Frá stjórn karatedeildar
Karateæfingar, byrjenda-BÖRN, hefjast mánudaginn 8. september og fara þær æfingar fram í hátíðarsal Varmárskóla. Gengið er beint inn í salinn utan frá og æft verður á eftirfarandi tímum: Mánudagar 16:30 – 17:15 byrjendur yngri, 6-9 ára 17:15 – 18:00 byrjendur eldri, 10-12 ára Miðvikudagar 16:30 – 17:15 byrjendur yngri, 6-9 ára 17:15 – 18:00 byrjendur eldri, 10-12 ára Byrjendaæfingar barna …
Æfingatöflur 2014 – 2015
Hér má sjá æfingatöflur sem taka gildi 1. sept. 2014. Nýtt! Hér má sjá leiðbeiningar fyrir foreldra til að ská inn börn sín Æfingatafla í sal 1 Varmá sjá hér Æfingatafla í sal 2 Varmá sjá hér Æfingatafla í sal 3 Varmá sjá hér Æfingatafla í sal Lágafelli sjá hér Æfingatafla í karate sjá hér Íþróttaskóli barnanna laugardögum sjá hér …