Knattspyrnudeild hélt sitt árlega Tungubakkamót í samvinnu við Intersport á laugardaginn var.
Garpa sundæfingar
Sundæfingar fyrir Garpa (25 ára og eldri) hefjast í Lágafellslaug 4. september nk. Æfingar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19.00 – 20.00. Æfingagjöld eru 5.500kr. á mánuði. Þjálfari er Ragnheiður Sigurðardóttir (Ragga). Ragga þekkir vel til sundiðkunar. Hún er menntaður íþróttafræðingur og fyrrum yfirþjálfari sunddeildar Aftureldingar. Skráning og greiðslur fara fram í skráningarkerfinu Nora inn á https://afturelding.felog.is/ …
Jóhann Jóhannsson markahæstur og besti maður mótsins.
Vinstri skyttan Jóhann Jóhannsson var markahæstur á UMSK mótinu sem lauk í gær. Hann skoraði 21 mörk og var einnig valinn besti leikmaður mótsins. Óskum Jóhanni innilega til hamingju.
UMSK Bikarmeistarar annað árið í röð.
Meistaraflokkur karla urðu í gær UMSK Bikarmeistarar annað árið í röð. Unnu alla sína leiki á mótinu á móti Gróttu, HK og Stjörnunni. Innilega til hamingju með bikarinn.
Dagskrá sunnudagsins á Intersportmótinu frestað
Vegna óhagstæðrar veðurspár hefur verið ákveðið að fresta sunnudags- hluta Intersportmótsins til næsta laugardags, 6. september.
Taekwondodeild Aftureldingar náði 5 iðkendum í landsliðið
Tveir yngri iðkendur náðu einnig sæti í Talent Team.
Intersportmótið á Tungubökkum á morgun laugardag
Á laugardag fer fram hið árlega Intersportmót á Tungubökkum í samvinnnu Intersport og knattspyrnudeildar Aftureldingar
Æfingar í karate að hefjast!
Æfingar framahaldshópa og fullorðinna byrjenda í karate hefjast þriðjudaginn 2. september i Varmá. Iðkendur/forráðamenn hafa fengið sendan tölvupóst varðandi æfingatíma og hópaskiptingar.
Tímatafla Blakdeildar klár, allar æfinga hefjast mánudaginn 1.september 2014
Tímatafla Blakdeildarinnar fyrir yngri flokka er nú komin inn á netið hér til hliðar ásamt skilgreiningu á aldursflokkum eftir aldri. Allir velkomnir að koma og prufa blak. Allar æfingar hjá blakdeild hefjast mánudaginn 1.september.