Frá og með mánudeginum 6. október fara allar æfingar karatedeildarinnar í íþróttamiðstöðinni við Varmá fram í nýjum bardagasal Aftureldingar. Afreksæfingar sem áður fóru fram í Egilshöll eru nú einnig í nýja bardagasalnum en þær eru fyrir ákveðna framhaldsiðkendur. Gerðar hafa verið smávægilega breytingar á æfingatöflu framhaldsæfinga fullorðinna og unglinga, sjá nánar hér að neðan. Byrjendaæfingar fullorðinna verða áfram í Egilshöll.
Lokaðir hópar og biðlistar
Vegna gífulegrara aðsóknar verðum við að loka á skráningar í eftirfarandi hópa: R1 R2 R11 R20 R30 T- hópar á miðvikudögum Ef þið viljið skrá barnið ykkar á biðlista sendið tölvupóst á sigrun@lestrargreining.is með nafni barns, aldri barn, nafn á hópi sem verið er að skrá á biðlista hjá og símanúmer foreldris.
Olísdeild karla Afturelding – FH mán. 6.okt kl 19:30
Hvar verður þú ? Ekki missa af þessum leik……
Afturelding með öruggan sigur á Þrótti Neskaupsstað
Afturelding og Þróttur N mættust öðru sinni í Mizuno-deild kvenna í blaki en sömu lið áttust við í gærkvöldi. Um endurtekið efni var að ræða þar sem Afturelding endurtók leikinn frá því í gær og vann nokkuð þægilegan sigur 3-0. Fyrsta hrinan fór 25-14, önnur hrinan fór 25-8. Í þriðju hrinu var um meiri spennu að ræða en svo fór að lokum að Afturelding vann hrinuna 25-23. Stigahæstar í liði Aftureldingar voru Auður Anna Jónsdóttir og Karen Björg Gunnarsdóttir með 10 stig hvor. Hjá Þrótti var stigahæst María Rún Karlsdóttir með 9 stig.
Sigur á Þrótti Nes í kvöld, annar leikur á morgun kl 13:15
Öruggur sigur Aftureldingar á Þrótti Neskaupsstað
Afturelding og Þróttur Neskaupsstað áttust við í Mizuno-deild kvenna í blaki og leikið var í N1 höllinni í Mosfellsbæ. Lið Þróttar Neskaupsstað kemur með mikið breytt lið til leiks frá fyrra ári og í liðinu eru margar ungar og efnilegar stelpur.
Liðadagar í Intersport
Dagana 1. til 6. október eru liðadagar í Intersport á Bíldshöfða en þar fást Aftureldingarfatnaður frá Errea auk annarra íþróttavara
Helen valin í lið ársins
Afturelding á einn fulltrúa í liði ársins í Pepsideild kvenna sem valið var í dag.
Leikmenn frá Aftureldingu í U17
Landsliðsþjálfarar U17 ára landsliðanna hafa valið lokahópa sína fyrir ferðina til Kettering í Englandi. Miglena Apostolova og Filip Szewczyk hafa valið lokahópa sína fyrir U17 ára landsliðin sem halda til Kettering í lok október. Liðin spila í NEVZA móti U17 ára landsliða sem nú halda í annað sinn til Kettering í Englandi. Mótið í ár fer fram dagana 30. október …
Framtíðarstjörnur Aftureldingar
Fjöldi efnilegra ungmenna úr Aftureldingu hafa tekið þátt í verkefnum hjá KSÍ í sumar og áfram í haust.









