Svartbeltisprófi lokið

Taekwondo Taekwondo

Laugardaginn 18. október fór fram svartbeltispróf Taekwondosambands Íslands og þreyttu 9 iðkendur próf fyrir 1.dan til 4. dan. Hin unga og efnilega Erla Björg Björnsdóttir, landsliðskona í bardaga og tækni, tók 1. dan ásamt báðum þjálfurum deildarinnar og landsliðsfólkinu, Jóni Levy og Hildi Baldursdóttir, sem tóku 2. dan.

Iðkendafjöldi deildarinnar hefur tvöfaldast á síðustu vikum og þjálfararnir hafa því mikla vinnu fyrir höndum. Taekwondodeildin setur markmiðin hátt og eru nú 8 iðkendur deildarinnar í A-landsliði og unglingalandsliði. Með nýjum sal er hægt að bjóða upp fleiri og sérhæfðari æfingar sem mun koma Aftureldingu í toppsætin á þessu mótatímabili.

Stjórn og iðkendur deildarinnar vilja þakka sínum helstu afreksíþróttamönnum til hamingju með áfangann. Við erum á leiðinni á toppinn!