Handbolti Yngri flokkar 6. febrúar

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Nú er lota þrjú að hefjast hjá 4. og 3. flokki karla en stelpurnar í 3. flokki kvenna enn að klára lotu 2 og síðasta helgi hjá 5. flokk og yngri í mótaröð 3. Sjá stöðu liðanna og mót framundan hjá þeim yngri. 3. flokkur kvenna Er búinn með þrjá leiki og eiga tvo eftir. Veður hefur komið í veg …

10.flokkurinn á EYBL í Lettlandi 5-9.febrúar 2025 – Sigur í fyrsta leik 79-69

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Tólf strákar úr 10. flokki Aftureldingar í körfubolta lögðu af stað miðvikudaginn 5. febrúar 2025 rétt fyrir gular, appelsínugular og rauðar veðurviðvaranir. Þeir rétt náðu flugtaki áður en öllum flugum til og frá landinu var aflýst.  Fyrst var flogið til Helsinki og eru þeir núna mættir til Valmiera í Lettlandi og taka þátt í European Youth Basketball League. EYBL er …

Tilkynning vegna veðurs – Uppfært !

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Skjótt skipast veður! Breytingar á veðurviðvörun hafa orðið ti lþess að starfið fellur niður eftir 15.30 í dag. Foreldrar eru beðnir að sækja börnin sín í Varmá, Fellið og Lágafell fyrir þann tíma til að vera komin heim í skjól fyrir kl 16.00. Hanna Björk íþróttafulltrúi Aftureldingar hannabjork@afturelding.is

Afturelding Körfubolti á ferð og flugi yfir helgina

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Fjölmargir leikir voru leiknir um helgina hjá körfuknattleiksdeildinni þrír flokkar frá okkur léku víðs vegar um landið.   Fyrst ber að nefna að 6. bekkur krakkar fæddir 2013 léku á sínu öðru körfuboltamóti í vetur en þeir fóru styðst að þessu sinni yfir lækinn í Grafarvoginn.  Við sendum eitt lið til keppni í flokknum en það hefur verið virkilega góður stígandi …

Vinningar í happdrætti þorrablóts Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Afturelding þakkar Mosfellingum og öðrum þorrablótsgestum kærlega fyrir komuna og alla skemmtunina um helgina. Þorrablótið á Laugardaginn var það stærsta í sögunni og það er ykkur að þakka, sjáumst á næsta ári! Dregið hefur verið úr happdrættinu og óskum við vinningshöfum til hamingju. Hægt er að nálgast vinninga á skrifstofu Aftureldingar á milli 13-16 alla virka daga, gegn framvísun vinningsnúmers. …

Flott teymi verður en flottara

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar hefur fengið glæsilega viðbót í flott þjálfarateymi en það er hún Rebecka Sofie Ledin. Rebecka er 29 ára og kennari að mennt, útskrifaðist úr Högskolan I Gävle í Svíþjóð. Hún hefur verið upptekin af fimleikum alla sýna ævi en byrjaði að þjálfa 12 ára gömul. Rebecka kemur til okkar frá klúbbi í Stokkhólmi en þar þjálfaði hún yngri …

Handbolti yngri flokkar 29. janúar

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Nú er lotu tvö lokið hjá 4. og 3. flokki karla en stelpurnar í 3. flokki kvenna enn að og mótaröð hafin hjá 5. flokk og yngri. Sjá stöðu liðanna og mót framundan hjá þeim yngri. flokkur kvenna Er búinn með þrjá leiki og eiga tvo eftir. Töpuðu fyrir Val á mánudagskvöldið á útivelli en klára svo lotuna með leikjum …

karate

Tvö gull á Reykjavíkurleikunum

Karatedeild AftureldingarKarate

Íþróttaleikarnir Reykjavík International Games (RIG) voru haldnir dagana 22. janúar – 8. febrúar 2025. Þetta var í 18 sinn sem leikarnir voru haldnir og þrettánda sinn sem Karatesamband Íslands tekur þátt. Karatehluti RIG var haldinn í Laugardalshöllinni laugardaginn 25. janúar 2025. Keppendur voru 138 talsins frá 20 félögum, þar af 40 erlendir keppendur, einn frá Spáni, einn frá Frakklandi, tveir frá …

Prufutímabili lokið

Karatedeild AftureldingarKarate

Skráningu nýrra iðkenda á vorönn 2025 er lokið og ekki verður tekið við fleiri nýjum iðkendum til prufu á vorönn. Í byrjun september hefst ný önn og þá bjóðum við nýja iðkendur velkomna.

Handbolti yngri flokkar 22. janúar.

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Nú er lota tvö langt komin hjá 4. og 3. flokki karla og kvenna og mótaröð þrjú að hefjast hjá 5. flokk og yngri. Sjá stöðu liðanna og mót framundan hjá þeim yngri. 3. flokkur kvenna Stelpurnar eru búnar að spila tvo leiki af sex. Hafa unnið einn og tapað einum. Stelpurnar verða örugglega í harðri baráttu um að komast …