Nú fer að líða að úthlutun úr Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Þetta er fyrri úthlutun af tveimur sem fer fram þann 15. janúar 2025, en sú síðar fer fram í júní 2025. Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka …
Afturelding með 8 stráka í U-15, U-16 og U-17 ára landsliðum Íslands
Æfingahópar yngri landsliða karla voru valdi 16. desember. Afturelding er með 8 stráka í U-15, U-16 og U-17 ára landsliðum Íslands karla sem koma saman til æfingar í lok vikunnar. Við sögðum frá því um daginn að Afturelding á einnig 5 stráka af 17 í 19 ára landsliði Íslands. Glæsilega gert og til hamingju. Framtíðin er greinilega björt í Mosfellsbænum. …
Jólasveinaheimsókn á Aðfangadag
Jólasamstarf jólasveinanna og Knattspyrnudeildar Aftureldingar verður á sínum stað í ár. Hægt er að fá skemmtilega jólasveina í heimsókn á heimili í Mosfellsbæ á Aðfangadag. Heimsóknartíminn er Þriðjudaginn 24. des á milli kl 10:00 og 13:00 en jólasveinarnir geta séð um að afhenda pakka sé þess óskað. Setja í athugasemd (í greiðsluferlinu) upplýsingar um bíll/tegund/númer eða staður sem pakki/ar er …
Unglingaliðið flýgur upp á við !
Magnaðir hlutir eru að gerast á hverri æfingu hjá 1. flokk mix sem er elsta lið deildarinnar. Eftir vel vandaðan undirbúning sl. ár að þá er liðið búið að ná svakalegu flugi og það verða forréttindi að fá að fylgjast með þeim núna á komandi vorönn. Hérna getið þið séð þessa snillinga: https://www.instagram.com/afturelding.mix/ Flestir þessara iðkenda eru að klára sitt …
Fimm strákar af 17 frá Aftureldingu í 19 ára landsliði Íslands.
Það er sérstaklega gaman frá því að segja að Afturelding á 5 af 17 strákum í 19 ára landsliði Íslands sem nýbúið er að velja til æfinga 20. – 22. desember og til þátttöku á Sparkassen Cup sem fram fer í Þýskalandi 26. – 30. desember. Þetta eru strákar sem hafa fengið tækifæri með meistaraflokki í vetur hjá Gunna Magg …
Handbolti yngri flokkar
Helstu úrslit, æfingar um hátíðirnar, frábær mæting á fyrirlestur Loga og aukaeinstaklingstímar á sunnudögum. Bikarmótum 5. flokks og yngri lauk núna um helgina. Bikarmótunum lauk um helgina hjá 5. flokki. Afturelding eignaðist enga bikarmeistara að þessu sinni en vorum nálægt því hjá mörgum liðum. Mótið var góð reynsla í bankann, miklar framfarir og gleðin skein úr hverju andliti. …
Grand Prix 4 – bikarmót unglinga
Fjórða og síðasta Grand Prix mót ársins var haldið 30. nóvember að Varmá, en það er bikarmótaröð ungmenna 11-18 ára. Alls voru 113 þátttakendur skráðir til keppni í þetta sinn og var karatedeild Aftureldingar var með fjóra keppendur, alla í kata. Allir komust í verðlaunasæti og þau halda áfram að bæta sig! Enn og aftur frábær árangur hjá þessum efnilegu …
Fimm leikmenn Aftureldingar í æfingahópum yngri landsliða!
Í upphafi desember voru valdir fyrstu æfingahópar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik fyrir sumarið 2025. Afturelding körfubolti á nú fimm leikmenn í þessum hópum. Sannarlega frábærar fréttir og viðurkenning fyrir starfið okkar í heild í Mosfellsbænum. Við erum ótrúlega stolt og ánægð að fá þessar fréttir og á sama tíma algjörlega sannfærð um að þetta sé rökrétt framhald af öflugri …
Samstarfssamningar undirritaðir
Á sama tíma og við kynnum til leiks nýja treyju fyrir barna- og unglingastarf Aftureldingar í handbolta og fótbolta, þá er það með gleði í hjarta sem við tilkynnum að Byggingarfélagið Bakki hefur framlengt samstarfssamning sinn við BUR deildir félagsins í körfubolta, blaki, handbolta og knattspyrnu. Bakki hefur verið aðalstyrktaraðili félagsins undanfarin ár og erum við stollt að hafa þá …