Showtime!

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Þarf alltaf að keppa? Uppbyggilegt íþróttastarf þarf ekki alltaf að snúast um að keppa. Það á ekki alltaf að þurfa að mæta öðrum aðilum og skera úr um hver er bestur eða betri. Það er alveg hægt að halda viðburð þar sem allir sigra og hafa gaman. Sýningafimleikarnir hjá Aftureldingu eru einmitt sú íþrótt sem fólk ætti virkilega að staldra …

Skráningar opnar og mikið um að velja

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Hellingur í boði á nýju ári. Búið að opna fyrir skráningar í alla hópa hjá deildinni. https://www.abler.io/shop/afturelding/fimleikar Fimleikadeild Aftureldingar býður upp á fjölbreyttar og spennandi æfingar sem henta öllum aldurshópum, frá leikskólahópum til fullorðinna. Með áherslu á sífellt að þróast og auka þátttöku, erum við stolt af að kynna nýja sýningarfimleika, Parkour og fullorðinsfimleika, ásamt sérsniðnum æfingum fyrir yngri iðkendur. …

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar heiðruð á íþróttahátíð Aftureldingar

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Í Hlégarði í Mosfellsbæ ríkti hátíðarstemning í gær, sunnudaginn 28. desember, þegar viðburðurinn Íþróttamaður og íþróttakona Aftureldingar fór fram. Þar var fjöldi íþróttamanna, sjálfboðaliða og þjálfara heiðraður fyrir framúrskarandi störf á árinu. Handboltamarkmaðurinn Einar Baldvin Baldvinsson og Blakkonan Rut Ragnarsdóttir voru útnefnt íþróttafólk Aftureldingar á árinu úr flottum hópi tilnefndra, eru þau svo sannarlega vel að þeim verðlaunum kominn og …

Kjör íþróttamann og -konu Aftureldingar 2025

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Skemmtilegasti viðburður ársins var haldinn 28. desember sl. í Hlégarði þegar kunngjörð voru úrslit íþróttamanns og -konu Aftureldingar. Fjöldi annarra viðurkenninga var veittur, bæði íþróttafólksinu okkar og sjálfboðaliðum. Undanfarnar tvær vikur  höfum við kynnt íþróttafólkið okkar sem tilnefnt var til íþróttamanns og íþróttakonu Aftureldingar. Deildirnar senda inn tilnefningar til skrifstofu Aftureldingar, þegar tilnefningar hafa borist er þriggja manna nefnd sem …

Karate

Int. Amsterdam Karate Cup – Þórður með silfur

Karatedeild AftureldingarKarate

Helgina 20-21. desember fór fram opna bikarmótið International Amsterdam Cup. 843 keppendur frá 23 þjóðum tóku þátt. Landslið Íslands í kata tók þátt í mótinu sem er liður í keppnisundirbúningi. Þórður keppti í senior kata male, en þar voru 19 keppendur skráðir til leiks frá sjö þjóðum. Í fyrstu umferð lenti Þórður á móti Hollendingnum Sascha Dikhooff en þegar á …

Karate

Karatemaður ársins 2025 og uppskeruhátíð KAÍ

Karatedeild AftureldingarKarate

Árleg uppskeruhátíð Karatesambands Íslands var haldin 13. desember 2025, en þá er valinn karatemaður og -kona ársins, auk þess sem verðlaun fyrir bikarmót unglinga og fullorðinna eru afhent. Karatemaður ársins Þórður Jökull Henrysson var valinn karatemaður ársins 2025 af stjórn KAI en þetta er í þriðja sinn sem hann er valinn. Þórður átti gott keppnisár en hann keppir eingöngu í …

Jólakveðja frá Körfuknattleiksdeild Aftureldingar

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Það ríkti sannkölluð jólastemning á laugardagsmorguninn þegar haldin var foreldraæfing hjá yngstu hópunum okkar hjá Körfuknattleiksdeild Aftureldingar. Æfingin markaði upphaf jólafrís hjá þessum frábæru hópum og var mætingin virkilega góð. Salurinn fylltist af hlátri, gleði og samveru þar sem foreldrar og iðkendur æfðu saman við jólatónlist, nutu safa og mauluðu piparkökur í góðra vina hópi. Svona stundir minna okkur á …

Jólasveinaheimsókn á Aðfangadag

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Jólasamstarf jólasveinanna og Knattspyrnudeildar Aftureldingar verður á sínum stað í ár. Hægt er að fá skemmtilega jólasveina í heimsókn á heimili í Mosfellsbæ á Aðfangadag. Heimsóknartíminn er miðvikudagurinn 24. des á milli kl 10:00 og 13:00 en jólasveinarnir geta séð um að afhenda pakka sé þess óskað. Setja í athugasemd sjá (myndir neðst) upplýsingar um heimilisfang bíll/tegund/númer eða staður sem …

Körfuknattleiksdeildin og markþjálfinn Birna Kristín Jónsdóttir í spennandi samstarf!

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar er stolt af því að tilkynna að undirritaður hefur verið samstarfssamningur við Birnu Kristínu Jónsdóttur,  vottaðan markþjálfa. Birnu Kristínu þarf vart að kynna fyrir Mosfellingum og Aftureldingu en hún var formaður Aftureldingar á árunum 2018-2024, gjaldkeri aðalstjórnar þrjú ár fyrir það og mjög virkur þátttakandi í íþróttastarfi félagsins sem sjálboðaliði, foreldri svo fátt eitt sé nefnt.  Samstarfið markar …

Glæsilegt Bikarmót U14 og U20

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Um síðustu  helgi, 29. og 30.nóvember fór fram Bikarmót fyrir U14 og U20 aldurshópa í blaki í Myntkaup-höllinni að Varmá í umsjón Blakdeildar Aftureldingar. Afturelding var með 2 lið í U14 stúlkna og  lentu þau bæði  í 3.sæti í sínum deildum,  Afturelding Rauðar í A deild  og Afturelding/KA sem spilaði í  B deildinni.  Afturelding átti einnig þrjá drengi í U14 …