Sýningarfimleikar – Frítt í ágúst

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikadeildin fer á fullt í skipulagða starfsemi með Sýningarfimleikana á haustönn 2025. Þessi nýja grein hefur vakið mikla lukku og verður í boði hjá deildinni í vetur eins og aðrar hefðbundnar æfingar í fimleikum. Dagana 11. til 29. ágúst verða í boði fríar æfingar en við viljum að allir skrái sig svo að starfið gangi betur fyrir sig. Skráning fer fram hérna: …

Sumarnámskeið og sumaræfingar

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikadeild Aftureldingar verður með vinsælu sumarnámskeiðin sín áfram í ágúst eða alveg til föstudags 22. ágúst. Hægt er að skrá heila daga og hálfa daga eftir því sem hentar fyrir hverja viku. Stefnt er að því að haustönnin hefjist mánudaginn 1. september og skráningar hefjist 26. ágúst. Þangað til verður nóg að gera á sumaræfingum sem eru núna í gangi …

Sævaldur Bjarnason framlengir þjálfarasamning við Aftureldingu

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Aftureldingar í Mosfellsbæ hefur framlengt samning sinn við Sævald Bjarnason sem mun halda áfram sem yfirþjálfari deildarinnar. Sævaldur hefur starfað hjá félaginu í heilan áratug og náð góðum árangri á þeim tíma. Undir stjórn Sævaldar hefur fjöldi iðkenda í körfubolta hjá Aftureldingu aukist jafnt og þétt og eru nú tæplega 200 einstaklingar sem stunda íþróttina hjá félaginu. Sem yfirþjálfari …

Ungir körfuboltastrákar úr Aftureldingu í Mosfellsbæ ferðaðist til Duke University í Bandaríkjunum

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Dagana 22. til 29. júní síðastliðinn fóru 28 ungir körfuboltastrákar á aldrinum 13 og 14 ára úr körfuknattleiksdeild Aftureldingar í Mosfellsbæ ásamt hátt í 60 manna hópi í ferð til Duke University í Norður-Karólínu, Bandaríkjunum. Ferðin var hluti af þjálfunar- og þróunarstarfi deildarinnar með það að markmiði að efla leikmannahópinn og styrkja samheldni innan liðsins. Í Duke University fengu strákarnir …

Nýr þjálfari tekinn við hjá Meistaraflokki kvenna, Sindri Snær Ólafsson!

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Við í Aftureldingu erum stolt af því að kynna nýjan þjálfara Meistaraflokks kvenna.Hann er með yfir 12 ára reynslu af þjálfun hjá Aftureldingu, bæði hjá strákum og stelpum í yngri flokkum. Auk þess hefur hann sjálfur spilað með meistaraflokki karla og Hvíta riddaranum.Hann þjálfaði Hvítu riddarana í fjögur ár, fór með liðið upp um deild og hélt þeim þar – …

Perry Mclachlan hefur látið af störfum

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Perry Mclachlan hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Við þökkum honum fyrir vel unnin störf og óskum honum velfarnaðar í framtíðar verkefnum.Knattspyrnudeild Aftureldingar

Atli Fannar komin með alþjóðlega þjálfaragráðu: FIVB1

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Atli Fannar Pétursson, yfirþjálfari  BUR hjá Blakdeild Aftureldingar hefur undanfarna daga dvalið á Írlandi á þjálfaranámskeiði á vegum Alþjóða Blaksambandsins FIVB,  en alþjóðlegu þjálfaragráðurnar eru; FIVB1, FIVB2 og FIVB3 og var Atli Fannar að klára FIVB1. Eftir því sem við komumst næst þá er Atli Fannar fyrsti íslenski þjálfarinn til að taka þetta námskeið en nokkrir erlendir þjálfarar sem starfa …

Minningarsjóður og Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Nú fer að líða að úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu. Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Þetta er seinni úthlutun af tveimur árið 2025 Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til þátttöku og veita leikmönnum yngri flokka Ungmennafélagsins Aftureldingar ferðastyrki til …

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Blakdeild Aftureldingar hefur samið við Tamas Kaposi um að  þjálfa úrvalsdeildarlið karla-og kvenna auk  1.deildar liði karla næstu 2 árin. Tamas þarf vart að kynna fyrir íslenskum blökurum en hann kemur frá Ungverjalandi og hefur búið á Íslandi í fimm ár. Á þeim tíma hefur hann náð mjög góðum árangri með lið sín, þar á meðal unnið deildarmeistaratitilinn í fyrstu …

Næsta stopp – Duke Basketball Camp

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Enn eitt körfuboltaævintýrið hjá iðkendum í Aftureldingu körfubolta hafið.  Nú eru það næsti hópur einstaklinga sem fá að upplifa körfuboltaveröldina utan Íslands þar sem 28 strákar fæddir 2011 og 2012 tóku flugið til Bandaríkjanna í dag til að taka þátt í körfuboltabúðum í Duke.  Með í för eru yfir 35 foreldrar og systkini ásamt þjálfarateyminu Sævaldi Bjarnasyni og Hlyn Loga …