Einar Andri ráðin þjálfari meistaraflokk karla

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Einar Andri Einarsson hefur verið ráðin þjálfari meistaraflokks karla til þriggja ára. Einar tekur við af Konráð Olav Hatlemark sem hefur stýrt líðinu undanfarin tvö ár og þökkum við honum kærlega fyrir sem og góðs gengis.

Einar hefur síðustu 15 ár verið hjá FH bæði sem leikmaður og þjálfari.

Bjóðum Einar Andra hjartanlega velkominn í Mosfellsbæinn.

Sara Lind og Kittý í U – 16 ára landsliði kvenna.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Valið hefur verið í æfingahóp U – 16 ára landslið kvenna.

Okkar stelpur Sara Lind Stefánsdóttir ( vinstri hornamaður) og Kristín Arndís Ólafsdóttir ( miðja) eru í þessum hóp og munu æfingar fara fram 29.maí – 8 júní næstkomandi.

Innilega til hamingju stelpur

Þrjú gull og fjögur silfur á Norðurlandameistaramótinu.

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Keppendur frá Aftureldingu unnu til þriggja gullverðlauna og þar með Norðurlandameistaratitla á Norðurlandameistaramótinu um daginn. Gullverðlaun fengu þau Herdís Þórðardóttir, Aldís Inga Richardsdóttir og Meisam Rafiei. Ennfremur unnu keppendur frá félaginu til fjögurra silfurverðlauna, María Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Níels Salómon Ágústsson, Erla Björg Björnsdóttir og Vigdís Helga Eyjólfsdóttir. Þess má geta að María Guðrún og Vigdís Helga eru mæðgur, sem og …

Flott samstarf hjá 3. flokki kvenna.

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Fyrir skömmu gengu Afturelding og Fram frá samkomulagi um að tefla fram sameiginlegu liði í Íslandsmóti 3. flokks kvenna í sumar. Liðið mun keppa undir merkjum beggja félaga, Fram/Afturelding og leika heimaleiki liðanna til skiptis í Mosfellsbæ og á Framvelli í Úlfarsárdal. Þetta samstarf kemur til með að efla og auka áhuga og minnka brottfall stúlkna úr íþróttum og því …

Fimm strákar í U-20 ára landsliði karla

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Valið hefur verið í æfingahóp U-20 ára landslið karla.

Við eigum fimm stráka í þessum hóp Árni Bragi Eyjólfsson hægri hornmaður, Bjarki Snær Jónsson markvörður, Böðvar Páll Ásgeirsson vinstri skytta, Elvar Ásgeirsson miðja og Kristinn Hrannar Bjarkason vinstri hornamaður.

Innilega til hamingju

Birkir og Gestur í U-18 ára landslið karla.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Valið hefur verið í æfingahóp U -18 ára landslið karla.

Okkar strákar Birkir Benediktsson og Gestur Ólafur Ingvarsson eru í þessum hóp og munu æfingar fara fram í mýrinni 24 – 25 maí.

Innilega til hamingju strákar.