Verkefnastjóri Aftureldingar ráðinn

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Fimmtán einstaklingar sóttu um starf verkefnastjóra hjá Aftureldingu sem auglýst var. Að loknu auglýsingaferli ákvað aðalstjórn, eftir að umsóknir höfðu verið yfirfarnar og viðtöl tekin, að ráða Konráð Olavsson í starfið.  Konráð er með MSC í fjármálastjórnun frá Árósarháskóla og BS í viðskiptum frá Háskóla Reykjavíkur. Konráð hefur góða starfsreynslu en hann hefur m.a. unnið við fjármál og markaðsmál í Noregi, hjá Marel og …

Afturelding í Afríku

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Gamlir búningar hafa svo sannarlega fengið nýtt líf í skóla ABC barnahjálparinnar í Úganda

6 fulltrúar okkar í úrtaki U – 20 ára landsliði karla

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Valinn hefur verið 27 manna hópur til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U – 20 ára landsliði karla. Afturelding er stolt að segja frá því að við eigum 6 leikmenn í þeim hópi. Þetta eru þeir Árni Bragi Eyjólfsson, Bjarki Snær Jónsson,  Böðvar Páll Ásgeirsson, Elvar Ásgeirsson, Kristinn Hrannar Bjarkason og Sölvi Ólafsson. Við óskum þeim innilega til hamingju …

Birkir Benediktsson valin í U -18 ára landslið karla

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Valin hefur verið 31 manna hópur til að taka þátt í úrstaksæfingum U – 18 ára landslið karla. Æfingarnar fara fram núna um helgina 1 – 3 nóvember og fór fyrsta æfingin fram í N1 höllinni að Varmá í gær. Við óskum Birki innilega til hamingju sem og góðs gengis.

Sara Lind Stefánsdóttir í U – 16 ára landslið kvenna

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Sara Lind Stefánsdóttir var valin á dögunum til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U – 16 ára landsliði kvenna. Valin var 20 manna hópur  sem æfði 23 – 27 október síðastliðinn. Það verður gaman að fylgjast með Söru í framtíðinni og óskum við henni innilega til hamingju.

Unnar Karl Jónsson valin í U – 16 ára landslið karla.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Þeir Kristján Arason og Konráð Olavsson hafa valið 28 manna úrtakshóp U – 16 ára landslið karla. Æfingarnar fara fram núna helgina 1 – 3 nóvember og var fyrsta æfingin hjá okkur í N1 Höllinni að Varmá í gær. Við óskum Unnari innilega til hamingju sem og góðs gengis og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.

Afturelding vann KA 3-0 í kvöld

Blakdeild AftureldingarBlak

Afturelding og KA mættust í kvöld í Mikasadeild kvenna að Varmá. Afturelding vann leikinn nokkuð auðveldlega 3-0. Afturelding vann fyrstu hrinuna 25-8, hrinu tvö 25-16 og hrinu þrjú 25-14.