ÆFINGAR AÐ FARA AF STAÐ
Afturelding á fjóra einstaklinga í forvali fyrir U19
Hlynur Hólm Hauksson,Hristiyan Dimitrov, Thelma Dögg Grétarsdóttir og Kristina Apostolova hafa verið valin í forvalshóp fyrir U19 ára landslið drengja og stúlkna sem fara til Ikast í Danmörku í október
Blakdeildin óskar þeim til hamingju með valið og góðs gengis í verkefnunum framundan.
Frábær sigur á Breiðablik
Afturelding vann glæsilegan og mikilvægan sigur á nýkrýndum bikarmeisturum Breiðabliks á Kópavogsvelli á miðvikudagskvöld 2-1.
Frá sunddeild
Æfingar að byrja!
Intersportmótið um helgina á Tungubökkum
Knattspyrnudeild heldur sitt árlega Tungubakkamót um komandi helgi en mótið er að þessu sinni haldið í samstarfi við Intersport sportvöruverslanirnar.
Afturelding heimsækir nýkrýnda bikarmeistara
Keppni í Pepsideild kvenna heldur áfram á miðvikudag þegar Afturelding bregður sér bæjarleið í Kópavog og heimsækir þar nýkrýnda bikarmeistara Breiðabliks.
Góð uppskera Aftureldingar á Íslandsmóti í strandblaki.
A flokkur kvenna fullorðinna: Silfur hjá Thelmu Dögg Grétarsdóttur og Rósborgu Halldórsdóttur eftir frábæran úrslitaleik þar sem þurfti oddahrinu við nýkrýnda Norðurlandameistara í U19 í strandblaki þær Elísabetu Einarsdóttur og Berglindi Gígju Jónsdóttur HK til að ná fram úrslitum.
Jafnt í markaleik á Varmárvelli
Afturelding og Dalvík/Reynir skildu jöfn 3-3 á N1 vellinum að Varmá í 2.deildinni á laugardag.
U 17 – 11 krakkar frá Aftureldingu í forvalshóp.
Afturelding á 5 stúlkur og 6 drengi í forvali fyrir U17 í blaki. Liðin munu æfa í Mosfellsbæ um næstu helgi. Liðin halda á NEVZA mót(Norður- Evrópu) í Kettering í Englandi 1.-3 nóvember n.k.
Karateæfingar hefjast þriðjudaginn 27. ágúst
Karatestarfið hefst þriðjudaginn 27. ágúst með æfingum hjá framhaldshópum í karate. Byrjendanámskeið hefjast mánudaginn 2. september og verða þau auglýst síðar.