Fimmtán einstaklingar sóttu um starf verkefnastjóra hjá Aftureldingu sem auglýst var. Að loknu auglýsingaferli ákvað aðalstjórn, eftir að umsóknir höfðu verið yfirfarnar og viðtöl tekin, að ráða Konráð Olavsson í starfið. Konráð er með MSC í fjármálastjórnun frá Árósarháskóla og BS í viðskiptum frá Háskóla Reykjavíkur. Konráð hefur góða starfsreynslu en hann hefur m.a. unnið við fjármál og markaðsmál í Noregi, hjá Marel og …
Hrefna Guðrún og Kristín Þóra á landsliðsæfingar
U17 og U19 kvennalandsliðin eru með æfingar um næstu helgi og á Afturelding sitthvorn fulltrúann í liðunum að þessu sinni
Atli Eðvaldsson nýr þjálfari Aftureldingar
Atli Eðvaldsson hefur gengið frá samningi sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Aftureldingu til þriggja ára.
Afturelding í Afríku
Gamlir búningar hafa svo sannarlega fengið nýtt líf í skóla ABC barnahjálparinnar í Úganda
6 fulltrúar okkar í úrtaki U – 20 ára landsliði karla
Valinn hefur verið 27 manna hópur til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U – 20 ára landsliði karla. Afturelding er stolt að segja frá því að við eigum 6 leikmenn í þeim hópi. Þetta eru þeir Árni Bragi Eyjólfsson, Bjarki Snær Jónsson, Böðvar Páll Ásgeirsson, Elvar Ásgeirsson, Kristinn Hrannar Bjarkason og Sölvi Ólafsson. Við óskum þeim innilega til hamingju …
Birkir Benediktsson valin í U -18 ára landslið karla
Valin hefur verið 31 manna hópur til að taka þátt í úrstaksæfingum U – 18 ára landslið karla. Æfingarnar fara fram núna um helgina 1 – 3 nóvember og fór fyrsta æfingin fram í N1 höllinni að Varmá í gær. Við óskum Birki innilega til hamingju sem og góðs gengis.
Sara Lind Stefánsdóttir í U – 16 ára landslið kvenna
Sara Lind Stefánsdóttir var valin á dögunum til að taka þátt í úrtaksæfingum hjá U – 16 ára landsliði kvenna. Valin var 20 manna hópur sem æfði 23 – 27 október síðastliðinn. Það verður gaman að fylgjast með Söru í framtíðinni og óskum við henni innilega til hamingju.
Unnar Karl Jónsson valin í U – 16 ára landslið karla.
Þeir Kristján Arason og Konráð Olavsson hafa valið 28 manna úrtakshóp U – 16 ára landslið karla. Æfingarnar fara fram núna helgina 1 – 3 nóvember og var fyrsta æfingin hjá okkur í N1 Höllinni að Varmá í gær. Við óskum Unnari innilega til hamingju sem og góðs gengis og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni.
Fjórir frá Aftureldingu á landsliðsæfingum
KSÍ verður með úrtaksæfingar um næstu helgi hjá U17 og U19 landsliðum karla og eigum við tvo fulltrúa í hvorum hóp.
Afturelding vann KA 3-0 í kvöld
Afturelding og KA mættust í kvöld í Mikasadeild kvenna að Varmá. Afturelding vann leikinn nokkuð auðveldlega 3-0. Afturelding vann fyrstu hrinuna 25-8, hrinu tvö 25-16 og hrinu þrjú 25-14.