Besti frelsinginn og efnilegasti leikmaðurinn í Mikasadeild kvenna.

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak, Fréttir

Blaksamband Íslands hélt árs og uppskeruhátíð sína á föstudag.

Tveir leikmenn kvennaliðs Aftureldingar voru verðlaunaðir á hófinu.

Kristina Apostolova var valin besti frelsinginn (libero) í Mikasadeild kvenna 2012-2013 og Thelma Dögg Grétarsdóttir valin efnilegasti leikmaðurinn í deildinni.

Blakdeild Aftureldingar óskar stelpurnum innilega til hamingju með árangurinn og verður gaman að fylgjast með þessum ungu og efnilegu leikmönnum á næstu leiktíð.

Þrír nýir svartbeltarar hjá karatedeild Aftureldingar

Karatedeild AftureldingarKarate

Laugardaginn 6. apríl bættust við 3 nýir svartbeltarar hjá karatedeild Aftureldingar. Sensei Steven Morris, 7. dan, var með æfingabúðir hjá deildinni og karatedeild Fjölnis og gráðaði hann nokkra iðkendur úr báðum deildum.

Góður árangur íslenska landsliðshópsins á NM í Karate

Karatedeild AftureldingarKarate

Á Norðurlandameistaramótinu í karate sem fram fór í Osló laugardaginn 13.apríl vann íslenski landsliðshópurinn til ellefu verðlauna. Kvennasveit Íslands tapaði naumlega í hópkata fyrir dönsku liði og náði því ekki að verja titil sinn. Telma Rut Frímannsdóttir lenti í þriðja sæti í kumite -61 kg flokki þar sem hún beið lægri hlut gegn dönskum keppanda 4:3.

6 fl.kvenna yngra ár Íslandsmeistarar 2013.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

6 fl.kvenna yngra ár Íslandsmeistari 2013. Stelpurnar okkar í 6 fl.kvenna yngra ár urðu í dag Íslandsmeistarar 2013. Marina Zikic, frv. efri röð Marína Zikic, Steinunn Edda Einarsdóttir, Ólöf Jóna Kristbjörnsdóttir, Melkorka Gunnarsdóttir, Sigrún Másdóttir þjálfarifrv neðri röð Sunneva Ósk Jónasdóttir, Anna Katrín Bjarkadóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Úlfhildur Tinna Lárusdóttir og Jónína Margrét Stefánsdóttir Handknattleiksdeild Aftureldingar er rosalega stolt af …