Lára og Halla valdar í U19

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið landsliðshópinn sem leikur í undankeppni EM í Danmörku.

Snyrtivörur til styrktar mfl. kvenna í handbolta!

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Snyrtivörur frá Nivea verða seldar á ótrúlegu verði í hvíta gáminum við fótboltavöllinn að Varmá þriðjudag 9. okt. kl 17:30-19:30. Látið ekki happ úr hendi sleppa og styrkið stelpurnar okkar í leiðinni!

Foreldrum boðið í karatetíma

Karatedeild Aftureldingar Karate

Föstudaginn 12. október verður foreldrum boðið að vera með börnum sínum í karatetímum. Endilega nýtið ykkur þetta tækifæri til þess að kynnast íþróttinni sem og starfinu hjá karatedeild Aftureldingar. Branddís og aðstoðarþjálfari sjá um æfingarnar hjá byrjendum og III flokki en Willem, yfirþjálfari, sér um æfingarnar hjá II, I og hópi 14 ára og eldri. Vonandi sjáum við ykkur sem …

N1 deild karla Afturelding – Valur bein útsending í dag

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Meistaraflokkur karla tekur á móti Val í N1 deild karla í dag laugardag 6 október kl 15:45 og  verður leikurinn sýndur beint á Rúv. Hvetjum alla til að mæta á völlinn og styðja strákana okkar. Áfram Afturelding.

Frá Sunddeild

Sunddeild Aftureldingar Sund

Dómaranámskeiðið hefur verið fært til 23.október.

Bóklegir hlutar verða þriðjudaginn 23. október og fimmtudaginn 25. október frá
kl 18:00 – 21:00 í sal C í húsi ÍSÍ í laugardalnum.

Verklegi hlutinn fer fram á Extramóti SH laugardaginn 27. október (2 hlutar).

(2. hluti: Laugardagur 27. október, upphitun kl. 8.30-10, mæting kl. 9.00

3. hluti: Laugardagur 27. október, upphitun kl. 14-15, mæting kl. 14.30)

Leiðbeinandi verður Svanhvít G Jóhannsdóttir
Dagskrá og gögn koma síðar.
Skráningar berist til SSÍ fyrir hádegi mánudaginn 22.október.
Sundsamband@sundsamband.is

Bikar- og Bushidomót 7.október

Ungmennafélagið Afturelding

Karatesambands Íslands verður haldið í Smáranum (Breiðablik) sunnudaginn 7.október n.k. Þetta er fyrsta Bikar- og Bushidomót ársins af þremur á starfsárinu 2012-2013.