Afturelding á toppnum á ný – vann HK örugglega

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Fyrirfram var búist við hörkuleik í þessu uppgjöri toppliðanna en sú var þó ekki raunin til að byrja með því fyrri hálfleikur var algjörlega eign okkar manna sem keyrðu yfir gestina og héldu til búningsklefa í hálfleik með þriggja marka forystu.

Steinar Ægisson sem kjörinn var maður leiksins, skoraði tvívegis, fyrst með laglegu skoti utan af velli sem hafði lítillega viðkomu í varnarmanni og síðan batt hann endahnút á fallega sókn upp hægri kantinn. Og hægri umferð var það aftur þegar Axel Lárusson gerði þriðja mark liðsins eftir afar snarpa sókn og Afturelding með þægilega forystu í leikhléi.

Það kom annað HK lið til leiks eftir hlé og leikurinn jafnaðist mjög. Þó ekki fyrr en Hilmir Ægisson hafði skorað fjórða mark heimamanna með skalla og úrslitin virtust ráðin. En gamla spakmælið er í fullu gildi að leikurinn sé ekki búinn fyrr en dómarinn flautar og HK gerði mikla atlögu að okkar mönnum og uppskáru tvö mörk og voru nokkrum sinnum hættulegir í viðbót. Allt kom þó fyrir ekki og Afturelding hirti stigin þrjú og toppsæti deildarinnar.

Staðan í deildinni er þá sú að Afturelding er með tveggja stiga forystu á KV en í humátt koma svo HK og ÍR og reyndar er stutt í næstu lið þar á eftir. Næsti leikur okkar manna er á útivelli á fimmtudaginn í Þorlákshöfn