Fjögur frækin frá Aftureldingu í landsliðum Íslands

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Úrtaksæfingar U17 karla verða um næstu helgi og þangað hafa verið boðaðir þrír leikmenn 3.flokks, þeir Axel Óskar Andrésson, Arnór Gauti Ragnarsson og Birkir Þór Guðmundsson. Æfingarnar fara fram í Kórnum á föstudag og laugardag. Þeir Axel og Birkir hafa báðir verið undir smásjá erlendra liða undanfarið og Arnór hefur farið mikinn með öflugu liði 3.flokks Aftureldingar sem hefur átt góðu gengi að fagna upp á síðkastið.

Þá hefur verið tilkynntur æfingahópur fyrir EM U17 kvenna sem fer fram á Íslandi í júní 2015 og fóru æfingar fram um helgina. Þar er fulltrúi okkar í Aftureldingu hún Kristín Þóra Birgisdóttir sem hefur í sumar æft og spilað með 2.flokki kvenna þrátt fyrir að vera enn á yngra ári í 3.flokki. Kristín Þóra á reyndar ekki langt að sækja fótboltahæfileikana en eldri systur hennar eru Sigríður Þóra og Halldóra Þóra Birgisdætur leikmenn meistaraflokks Aftureldingar.

Knattspyrnudeild óskar þessum efnilegu iðkendum til hamingju með áfangann og góðs gengis í komandi verkefnum.