Frábær árangur!

Frjálsíþróttadeildar AftureldingarFrjálsar

Þessi fjögur, Kolbeinn, Erna, Katrín og Karlotta, náðu þeim frábæra árangri að komast í úrslit á nýafstöðnu Íslandsmóti í þeirra aldursflokki í frjálsum íþróttum.

N1 deild karla Afturelding – ÍR í boði Fasteignasölu Mosfellsbæjar og Mosfellings

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Strákarnir okkar í meistaraflokki karla í handbolta taka á móti nýkrýndum bikarmeisturum ÍR fimmtudaginn 14.mars kl 19:30.  Af því tilefni ætla Fasteignasala Mosfellsbæjar og Mosfellingur að bjóða 300 fyrstu sem að koma með úrklippt hornið af þessari auglýsingu úr Mosfelling. Handknattleiksdeild Aftureldingar hvetur alla Mosfellinga til að mæta og fylla bekkina. Áfram Afturelding

Afturelding með undirtökin gegn HK í blakinu

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Í kvöld fór fram fyrsti leikur Aftureldingar og HK í undanúrslitum Mikasadeildar kvenna í blaki og var leikið að Varmá. Um hörkuviðureign var að ræða. Afturelding byrjaði leikinn betur og vann fyrstu hrinu 25 – 14.

Aðalfundur Sunddeildar

Sunddeild AftureldingarSund

Aðalfundur sunddeildar Aftureldingar verður haldinn þriðjudaginn 19. mars í gámnum við Íþróttahúsið að Varmá. Fundurinn hefst kl. 20. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Þar sem tveir stjórnarmeðlimir gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn er hér með auglýst eftir áhugasömum foreldrum sem hafa áhuga á að starfa í stjórn. Áhugasamnir sendi póst á sund@afturelding.is Stjórnin

Bjarki og Hallur fengu silfurmerki UMSK

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Á 89.ársþingi HSK sem haldið var á dögunum átti Afturelding fjölmarga fulltrúa og nokkrir félagsmenn okkar fengu þar viðurkenningu fyrir framlag sitt fyrir Ungmennahreyfinguna.

Öruggur sigur Aftureldingar á HK í Mikasadeild kvenna

Blakdeild AftureldingarAfturelding, Blak

Í kvöld áttust við liðin í 2 og 3 sæti Mikasadeildar kvenna Afturelding og HK. Ljóst var fyrir leikinn að HK þurfti að fá eitt stig út úr leiknum til að tryggja sér 2 sætið í deildinni og um leið heimaleikjaréttinn í undanúrslitum um Íslandsmeistartitilinn.