Jólasýning Fimleikadeildar

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Jólasýning Fimleikadeildar verður haldin sunnudaginn 2. desember næstkomandi kl. 11:00. Að venju verður margt glæsilegra atriða og hafa börnin undirbúið atriði fyrir foreldra og aðstandendur undanfarnar vikur. Foreldrar eru hvattir til þess að taka með sér afa og ömmur og leyfa þeim að sjá framfarir barnabarna sinna í vetur. Allir velkomnir á sýninguna á meðan húsrúm leyfir. 

Karatesýning 24.nóvember í Varmá

Karatedeild AftureldingarKarate

Laugardaginn 24.nóvember munu iðkendur hjá karatedeild Aftureldingar sýna kata og kumiteæfingar í Varmá frá kl.13.30-14.30.

Uppskeruhátiðin fór vel fram

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Fréttir

Knattspyrnumennirnir Lára Kristín Pedersen og Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban útnefnd íþróttakona og íþróttakarl Aftureldingar á hátíðinni sem fram fór laugardaginn 17. nóvember.

Thelma Rut bar sigur úr býtum á Íslandsmeistaramóti fullorðinna í kumite 2012

Karatedeild AftureldingarKarate

Íslandsmeistaramót fullorðinna í kumite fór fram í Fylkissetrinu, húsnæði Karatedeildar Fylkis, laugardaginn 17. nóvember. Fjöldi keppenda frá 7 félögum voru skráðir til leiks. Í opnum flokki kvenni sigraði Telma Rut Frímannsdóttir, Aftureldingu og er þetta þriðja árið í röð sem Telma Rut vinnur opna flokkinn. Margar mjög skemmtilegar viðeignir áttu sér stað en maður mótsins var Kristján Helgi Carrasco, úr Víking sem vann þrjá Íslandsmeistaratitla á mótinu.

Bikarkeppni HSÍ karla – Skyldusigur í bikarkeppninni.

Handknattleiksdeild AftureldingarHandbolti

Afturelding sótti Stjörnuna 2 heim í bikarkeppni HSÍ á mánudagskvöld Fyrirfram var vitað að mikill munur er á liðunum. En gamla klisjan að allt geti gerst í bikarkeppninni er alltaf til staðar. Afturelding mætti með sitt sterkasta lið í leikinn og greinilegt var að leikmenn mættu með rétt hugarfar í leikinn. Afturelding byrjaði leikinn vel og náði strax góðri forystu. …