Meistaraflokkur karla beið ósigur gegn KF á Ólafsfirði á laugardag í 2.deildinni.
Ósigur í Kópavoginum
Afturelding beið lægri hlut gegn Breiðablik í Pepsi deild kvenna á Kópavogsvelli á föstudagskvöld.
Vorsýning
Vorsýning Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldin fimmtudaginn 31. maí kl. 17:30. Ástæðan fyrir því að hún er ekki haldin um helgi er að húsið var upptekið allar helgar sem mögulegar eru. Endilega takið tímann frá.
Strákarnir mæta Þrótti úr Vogum í 32-liða úrslitum
Dregið var í 32-liða úrslit í bikarkeppni KSÍ í dag og upp úr hattinum kom lið Þróttar frá Vogum sem fær heimaleik gegn Aftureldingu.
Afturelding heimsækir Breiðablik í kvöld
Önnur umferðin í Pepsi deild kvenna hefst í kvöld og munu stelpurnar okkar mæta Breiðablik á Kópavogsvelli kl 19:15
Afturelding áfram í bikarnum
Afturelding er komin í 32 liða úrslit í bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu
Beltapróf 8.júní
Föstudaginn 8.júní verður beltapróf í karate en það er jafnframt síðasti karatetíminn á þessari önn. Minnt er á að lágmarksmæting til að geta tekið próf er 60%. Prófdómari er Willem C. Verheul, yfirþjálfari karatedeildar Aftureldingar.
Nánari tímasetningar beltaprófs verða auglýstar síðar.
Bikarkeppni karla, önnur umferð í kvöld
Bikarkeppni KSÍ heldur áfram í kvöld en komið er að annari umferð.
Fimleikakrakkar á vormóti á Egilsstöðum
Fimleikakrakkar úr Aftureldingu kepptu á Vormóti FSÍ um helgina en mótið var haldið á Egilsstöðum. Mikill fjöldi liða var mættur á mótið og fór Afturelding með tvö lið eitt drengja og eitt stúlkulið. Ferðin tókst í alla staði mjög vel þar sem strákar og stelpur ásamt foreldrum og þjálfurum skemmtu sér vel við leik og keppni.
Örn Ingi Bjarkason í Aftureldingu.
Um helgina skrifaði Örn Ingi Bjarkason hinn frábæri handboltamaður undir tveggja ára samning við Aftureldingu.Örn Ingi hefur spilað með FH undanfarin 4 ár en snýr nú aftur í sitt uppeldisfélag og er það mjög mikill styrkur fyrir handboltann í Mosfellsbæ.Örn Ingi var um helgina valinn í lið ársins í N1 deild karla sem besti miðjumaður, auk þess sem hann var …