Beltapróf

Ungmennafélagið Afturelding

Beltapróf karatedeildar Aftureldingar verður haldið 9.mars

Silfurverðlaun á Íslandsmóti 11-14 ára

Ungmennafélagið Afturelding

Meistaramót Íslands í flokki 11-14 ára fór fram um síðustu helgi.
Þar gerðu fjórar ungar stúlkur úr Aftureldingu sér lítið fyrir og unnu til silfurverðlauna í 4×200 m boðhlaupi. Þetta eru þær Emelía, Dóra, Heiðdís og Katrín. Þessar stúlkur stóðu sig einnig vel í öðrum greinum á mótinu og voru iðulega á verðlaunapalli eða í 8 manna úrslitum hvort sem um var að ræða hlaup, stökk eða köst. Innilega til hamingju með frábæran árangur !

Nýr salur og samstarf um framtíðarskipulag að Varmá

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fréttir

Viðbygging verður reist að Varmá sem mun leysa brýnasta húsnæðisvanda félagsins, bæði hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar sem og skrifstofu- og félagsaðstöðu. Einnig er samkomulag milli félagsins og bæjaryfirvalda að unnið verði að framtíðarskipulagi að Varmá í samvinnu beggja aðila.

Júmboys bikarmeistarar utandeildar

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Júmboys varð á föstudag bikarmeistari utandeildar eftir sigur á ÍR 29-27 í framlengdum leik í Laugardalshöll. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 22-22 en Júmboys leiddi í hjálfleik 12-11.

Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Jumboys strákunum innilega til hamingju.

Ný aðstaða fyrir fimleika

Fimleikadeild Aftureldingar Fimleikar

Ákveðið hefur verið að ráðast í framkvæmdir við 1200 fm viðbyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ sem hýsa mun starfsemi fimleika- og bardagaíþróttadeilda Aftureldingar sem og að skapa möguleika á aukinni félagsaðstöðu félagsins. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er um 135 m.kr.

Dómaranámskeið !

Sunddeild Aftureldingar Sund

Sunddeild aftureldingar vantar sárlega dómara.

Traustir bakhjarlar í boltanum

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Á dögunum innsiglaði Knattspyrnudeild Aftureldingar samstarfssamninga við tvö mosfellsk fyrirtæki um stuðning við starfsemi deildarinnar.