U 18 ára landslið karla í 4 sæti á victors cup í Þýskalandi.

Ungmennafélagið Afturelding

Böðvar Páll og Bjarki Snær spiluðu með U 18 ára landsliði karla á Victors Cup í þýskalandi. Ísland mætti Sviss í leik um 3 sætið og töpuðu naumt 22 – 20 og endaði ísland í 4 sæti. Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Böðvari Páli og Bjarka Snæ til hamingju með þennan góða árangur, flottir strákar hér á ferð. Áfram Afturelding.

Eydís Embla Lúðvíksdóttir markvörður á landsliðsæfingum U 16

Ungmennafélagið Afturelding

Eydís Embla Lúðvíksdóttir markvörður í 4 flokki kvenna er búinn að vera á landsliðsæfingum með u 16 þessa daga og var síðasta æfingin haldin í dag. Sannarlega glæsilegur fulltrúi aftureldingar hér á ferð og gaman að fylgjast með henni í framtíðinni.

Gleðileg Jól

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Handknattleiksdeild Aftureldingar sendir iðkendum og fjölskyldum þeirra, þjálfurum og Mosfellingum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með þökkum fyrir liðið íþróttaár

Bjarki Snær og Böðvar Páll halda til Þýskalands annan í jólum með landsliði U -18

Handknattleiksdeild Aftureldingar Handbolti

Bjarki Snær Jónsson markvörður og Böðvar Páll Ásgeirsson skytta keppa með landsliði U -18 á  Victor´s Cup í Saar héraði í Þýskalandi Liðið fer annan í jólum og leika í riðli með Sviss, Úrvalsliði Saar héraðs og Póllandi. Leikjaplan Íslands er eftirfarandi: Þriðjudagur 27.desemberSaar – Ísland kl.17.10 Miðvikudagur 28.desemberÍsland – Pólland kl.10.40Ísland – Sviss kl.15.20 Fimmtudagur 29.desemberLeikið um sæti Handknattleiksdeild …

Gleðileg jól!

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Aðalstjórn Aftureldingar sendir iðkendum og fjölskyldum þeirra, þjálfurum og stjórnum deilda sem og Mosfellingum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með þökkum fyrir liðið íþróttaár.

Nýr framkvæmdastjóri

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Jóhann Már Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Aftureldingar og hefur tekið til starfa.

Liverpool skólinn 2012

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Afturelding kynnir: Knattspyrnuskóla Liverpool á Íslandi árið 2012 Haldin verða tvö námskeið á Tungubökkum í Mosfellsbæ. Hið fyrra verður dagana 7.-9. júní (fimmtudagur til laugardags) og hið síðara 10.-12. júní (sunnudagur til þriðjudags). Knattspyrnuskóli Liverpool er fyrir fótboltastráka- og stelpur á  aldrinum 6-14 ára (7 .- 4. flokkur) Liverpool starfrækir knattspyrnuskóla víða um heim og leggur mikla áherslu á þjálfun …

Séræfingar hjá Guðnýju Björk

Knattspyrnudeild Knattspyrna

Landsliðskonan Guðný Björk Óðinsdóttir sem hefur verið gestaþjálfari hjá 7.og 6.flokki kvenna í knattspyrnu undanfarið ásamt því að stýra séræfingum fyrir eldri stúlkur verður með séræfingar núna í jólafríinu fyrir 3.-5.flokk kvenna eða stelpur fæddar 2001 til 1996. Æft verður inni í sal 1 að Varmá.