Íslandsmóti innanhúss lauk á dögunum og enduðu okkar stelpur í 2.flokk í 2.sæti!
Nýr salur og samstarf um framtíðarskipulag að Varmá
Viðbygging verður reist að Varmá sem mun leysa brýnasta húsnæðisvanda félagsins, bæði hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar sem og skrifstofu- og félagsaðstöðu. Einnig er samkomulag milli félagsins og bæjaryfirvalda að unnið verði að framtíðarskipulagi að Varmá í samvinnu beggja aðila.
Íslandsmót unglinga í badminton að Varmá helgina 2.- 4. mars
Badmintonsamband Íslands og Badmintondeild Aftureldingar sjá í sameiningu um framkvæmd og skipulagningu mótsins. Keppt verður í öllum flokkum unglinga; U11, U13, U15, U17 og U19.
Júmboys bikarmeistarar utandeildar
Júmboys varð á föstudag bikarmeistari utandeildar eftir sigur á ÍR 29-27 í framlengdum leik í Laugardalshöll. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 22-22 en Júmboys leiddi í hjálfleik 12-11.
Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Jumboys strákunum innilega til hamingju.
Ný aðstaða fyrir fimleika
Ákveðið hefur verið að ráðast í framkvæmdir við 1200 fm viðbyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá í Mosfellsbæ sem hýsa mun starfsemi fimleika- og bardagaíþróttadeilda Aftureldingar sem og að skapa möguleika á aukinni félagsaðstöðu félagsins. Heildarkostnaður við þessa framkvæmd er um 135 m.kr.
Dómaranámskeið !
Sunddeild aftureldingar vantar sárlega dómara.
Traustir bakhjarlar í boltanum
Á dögunum innsiglaði Knattspyrnudeild Aftureldingar samstarfssamninga við tvö mosfellsk fyrirtæki um stuðning við starfsemi deildarinnar.
Blúsveisla í kvöld á Hvíta Riddaranum
Stórtónleikar á veitingahúsinu Hvíta Riddaranum kl. 21 en þar mun Andrea Gylfadóttir koma fram ásamt hlljómsveitinni Future Blues Project.
Páskaegg fyrir áhöldum
Fimleikadeildin hyggst fara í miklar fjáraflanir á árinu til þess að styrkja tækjakost deildarinnar. Nú erum við að hefja sölu á gómsætum páskaeggjum frá Sambó. Eggin eru sannkölluð fjölskylduegg en þau eru 900 grömm og stútfull af nammi.
Hvíti riddarinn ræður þjálfara
Á dögunum var Bjarki Már Sverrisson ráðinn þjálfari Hvíta riddarans. Hann er reyndasti þjálfari Aftureldingar og mikill fengur fyrir Hvíta riddarann.