Ósigur í Kópavoginum

KnattspyrnudeildKnattspyrna

Afturelding beið lægri hlut gegn Breiðablik í Pepsi deild kvenna á Kópavogsvelli á föstudagskvöld.

Vorsýning

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Vorsýning Fimleikadeildar Aftureldingar verður haldin fimmtudaginn 31. maí kl. 17:30. Ástæðan fyrir því að hún er ekki haldin um helgi er að húsið var upptekið allar helgar sem mögulegar eru. Endilega takið tímann frá.

Beltapróf 8.júní

Ungmennafélagið Afturelding

Föstudaginn 8.júní verður beltapróf í karate en það er jafnframt síðasti karatetíminn á þessari önn. Minnt er á að lágmarksmæting til að geta tekið próf er 60%. Prófdómari er Willem C. Verheul, yfirþjálfari karatedeildar Aftureldingar.

Nánari tímasetningar beltaprófs verða auglýstar síðar.

Fimleikakrakkar á vormóti á Egilsstöðum

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Fimleikakrakkar úr Aftureldingu kepptu á Vormóti FSÍ um helgina en mótið var haldið á Egilsstöðum. Mikill fjöldi liða var mættur á mótið og fór Afturelding með tvö lið eitt drengja og eitt stúlkulið. Ferðin tókst í alla staði mjög vel þar sem strákar og stelpur ásamt foreldrum og þjálfurum skemmtu sér vel við leik og keppni.