Körfuboltasamfélagið í Mosfellsbæ er ört vaxandi og á sunnudag hefur meistaraflokkur Aftureldingar í körfubolta vegferð sína í 2. deild Íslandsmótsins þegar sá flokkur er endurvakinn hjá félaginu. Fyrsti leikur er gegn Uppsveitum í N1 höllinni að Varmá kl. 14.00. Nokkur ár eru síðan Afturelding tefldi fram meistaraflokki og spennandi verður að sjá hvernig þeim tekst að fóta sig í deildinni …
Fyrsti leikur meistaraflokks karla í körfubolta á sunnudaginn
Afturelding leikur sinn fyrsta leik meistaraflokks karla í körfubolta þennan veturinn í 2. deild á sunnudaginn 22. september. Leikið verður gegn liði Uppsveita og fer leikurinn fram í sal 3 í N1 höllinni að Varmá klukkan 14:00. Hvetjum stuðningsfólk til að mæta og hvetja Aftureldingu!
Afturelding Meistarar Meistaranna 2024
Karlalið Aftureldingar í blaki hóf leiktíðina með leik á móti Bikar- og Íslandsmeisturum Hamars í leik um Meistara Meistaranna. Afturelding tapaði úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð á móti Hamri og áttu því harma að hefna. Afturelding sigraði 3-2 og eru því handhafar þessa fyrsta titils á leiktíðinni. Til hamingju strákar og þjálfarar . Bæði karla-og kvennaliðin í blaki halda …
Yfirþjálfarar Knattspyrnudeildar Aftureldingar
Hjörtur Harðarson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Aftureldingar. Hjörtur hefur komið við í yngri flokkum Breiðabliks, ÍR, Fjölni og nú hjá Aftureldingu. Hjörtur hefur þjálfað í 5-7. Flokk í þessum liðum og hefur gert í 10 ár. Hjörtur er með UEFA/KSÍ gráðu B og hefur mikinn áhuga á að halda áfram á þeirri braut sérstaklega fyrir yngri hópa. Við …
Blakið komið á fullt – Komdu í blak !!!
Blakdeild Aftureldingar býður öllum yngri iðkendum að koma og prufa að æfa í september. Hér er æfingatafla yngri flokka hjá félaginu með upplýsingum um þjálfara hvers flokks. Allar æfingar fara fram að Varmá í blaksalnum, sem er salurinn uppi og stundum kallaður „Gamli salururinn“ því það er upphaflega íþróttahúsið og var einu sinni eini salurinn. Yfirþjálfari BUR er Atli Fannar …
Loksins Parkour !
Nýtt hjá Fimleikadeild Aftureldingar og bjóðum við núna upp á Parkour. Hefur ykkar barn ekki alveg fundið sig í íþróttum sem eru í boði hér í Mosfellsbæ þá mælum við með því að prófa Parkour. Parkour er með allt öðruvísi nálgun á skipulagða íþróttaiðkun og allir velkomnir á meðan pláss leyfir.
Fyrstu leikir tímabilsins
Nú um helgina hefst Íslandsmótið í körfuknattleik og sendir Afturelding lið til leiks í flestum flokkum karla. Fyrsta leik vetrarins á B-liðið í 10. flokki en þeir spila í 3. deild og mæta þeir Ármanni í N1 höllinni að Varmá kl. 14:30 í dag, laugardaginn 7. september. Á morgun sunnudag mætir 11. flokkur liði ÍA klukkan 12:00 og fer sá …
Nýr rekstrarstjóri BUR knattspyrnudeildar Aftureldingar
Árni Bragi – Nýr rekstrarstjóri barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Aftureldingar Í framhaldi af endurskipulagningu á barna- og unglingastarfi knattspyrnudeildar Aftureldingar hefur Árni Bragi Eyjólfsson verið ráðinn í fullt starf sem rekstrarstjóri barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar. Árni Bragi er þrítugur Akureyringur með BSc í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og hefur starfað sem íþróttafulltrúi Aftureldingar í afleysingum fyrir Hönnu Björk sem …
Badminton æfingar byrja í dag
Badmintonæfingar hefjast í vikunni. U15-U19 og fullorðnir í dag, mánudag. U9, U11 og U13 á morgun, þriðjudag. Skráning á Abler – https://www.abler.io/shop/afturelding/badminton
UMFA skórnir komnir í sölu !
UMFA skórnir sem allir hafa beðið eftir eru væntanlegir Til þess að tryggja sér eintak þarf að fara í pöntunarformið í linknum og panta og greiða. Nánari upplýsingar eru í forminu. Áfram Afturelding https://docs.google.com/…/1FAIpQLSfeMfRC6dsi…/viewform