Aðalfundur Taekwondodeildar Aftureldingar
Aðalfundur deildarinnar verður haldinn þann 8. apríl nk. kl. 20:00 á skrifstofu Aftureldingar við Bardgasalinn. Allir skuldlausir félagsmenn (forráðamenn barna) í deildinni hafa atkvæðisrétt og kjörgengi á aðalfundi. Við hvetjum félagsmenn að fjölmenna á fundinn og taka þar með virkan þátt í starfi deildarinnar. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn eru sérstaklega hvattir til að mæta. Dagskrá …
Afturelding B í úrslitaleikinn um Íslandsmeistararatitil B liða í blaki.
Úrslitakeppnin í 1.deildum karla og kvenna í blaki fór fram um helgina. Afturelding B spilar í 1.deild og komst inn í úrslitakeppnina sem þriðja besta liðð af fimm. Afturelding B liðið eru ungu stelpurnar okkar og byrjuðu þær á því að vinna Þrótt Neskaupstað á föstudaginn og KA liðið á laugardaginn svo þær voru komnar í úrslitaleikinn um Íslandsmeistataratititil B …
Aðalfundur karatedeildar
Stjórn Karatedeildar Aftureldingar boðar til aðalfundar fimmtudaginn 09. apríl klukkan 18.00 Fundurinn verður haldinn á skrifstofu Aftureldingar í íþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ. Þeir sem vilja gefa kost á sér í setu stjórnar eða hafa einhver málefni og eða tillögur sem þeir vilja leggja fyrir aðalfund, eru beðnir að senda erindið á netfangið karate@afturelding.is ekki seinna en 1. apríl nk. …
Tveir Bikarmeistaratiltar í hús!
Dagana 21.-23. mars fór fram Bikarmót í hópfimleikum í Egilshöllinni. Fimleikadeild Aftureldingar sendi frá sér 4 lið sem kepptu í 1. flokk blandaða liða, 2. flokk blandaða liða, 3. flokk kvk og stökkfimi. Frábær frammistaða hjá öllum liðunum og er deildin að rifna úr stolti þessa dagana. flokkur blandaðra tók heim Bikarmeistaratitilinn flokkur blandaðra tók líka heim Bikarmeistaratitilinn flokkur kvenna …
Bæði karla-og kvennaliðin komin í úrslitakeppnina í blaki
Bæði karla-og kvennaliðin í blaki eru komin í úrslitakeppnina sem er milli fjögurra efstu liðanna í deildinni. Síðustu leikir okkar liða fóru fram að Varmá á laugardaginn og var ljóst að kvennaliðið væri þegar komið áfram og myndi mæta andstæðingu dagsins, Völsungi í undanúrslitunum. Afturelding sigraði leikinn 3-2 í ákaflega spennandi og skemmtilegum leik. Strákarnir spiluðu við Þrótt Fjarðabyggð og …