Haustönn að hefjast

Frjálsíþróttadeildar AftureldingarFrjálsar, Óflokkað

Æfingar á haustönn í frjálsum hefjast 2. september n.k. Búið er að opna fyrir skráningu í Sportabler hér: https://www.abler.io/shop/afturelding/frjalsar en öllum er frjálst að koma og prófa án skráningar til 15. september. Eftir frábæra frjálsíþróttakeppni á Ólympíuleikunum í sumar er mikil stemming í frjálsíþróttadeildinni og við erum spennt að taka á móti framtíðar Ernum, ShaCarri-um, Noah-um, Gabby-um, Mundo-um, Ryan-um og …

Íþróttaskóli barnanna – Börn fædd 2022 boðin velkomin

Blakdeild AftureldingarAfturelding

Opnað hefur verið fyrir skráningu í íþróttaskóla barnanna hjá Aftureldingu og hægt er að skrá sig hér Í vetur bjóðum við 2ja ára börnum að taka þátt og boðið verður upp á 30 mínútna samverustund í íþróttahúsinu að Varmá fyrir þessi börn. Tímarnir eru í sal 3 sem er uppi í íþróttamiðstöðinni að Varmá og eru í  samtals 11 laugardaga.  …

Vetrarstarfið af stað á næstu dögum

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Senn líður að því að vetrarstarf KKD – Aftureldingar hefjist og hefjum við leik á svipuðum tíma og grunnskólar Mosfellsbæjar.  Æfingartöflurnar eru klárar og eru í yfirlestri hjá Aftureldingu og við erum að undirbúa þjálfarana okkar og starfið allt. Ef allt gengur að óskum hefjast æfingar hjá yngstu hópunum 1.-4.bekk og 5.-6.bekk mánudaginn 26.ágúst n.k.  en eldri hópar, 7., 8. …

Breytingar innan knattspyrnudeildar – Takk fyrir samstarfið Bjarki Már

Ungmennafélagið AftureldingÓflokkað

Bjarki Már Sverrisson hefur látið af störfum sem yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Aftureldingar. Bjarka er þakkað fyrir ómetanlegt starf fyrir félagið. Bjarki hefur verið hryggjarstykki í starfi deildarinnar um langt skeið sem hefur tekið stórfelld framfaraskref undir hans stjórn. Auk þess að starfa sem yfirþjálfari hefur Bjarki þjálfað allt frá yngstu flokkum félagsins til meistaraflokka í rúm 30 ár. Yfir …

Badmintondeild auglýsir eftir þjálfara

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Badminton

Badmintondeild Aftureldingar auglýsir lausa stöðu þjálfara. Við leitum að metnaðarfullum þjálfara til að leiða faglegt starf og þjálfun iðkenda. Skilyrði er að þjálfari hafi reynslu af íþróttinni, hafi til að bera góða hæfni í samskiptum og eigi auðvelt með að vinna með börnum. Kostur ef hann hefur áður komið að þjálfun. Allar upplýsingar veitir Jónatan Jónasson í síma 842-1913 og …

Fellahringurinn 2024

Hjóladeild AftureldingarHjól

Fellahringurinn er núna haldinn í sjötta skipti. Í ár verður hann haldinn 29. ágúst 2024 og ræst er frá Varmá kl. 18:00. Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Boðið er upp á tvo mögulega hringi: Litla 15km – verð 3.500 kr. Stóra 30km – verð 5.000 kr. (Lágmarksaldur er 16 ára) Verðlaun veitt í aldursflokkum og …

Aftureldingarkrakkar á ferð og flugi með yngri landsliðum Íslands

Körfuknattleiksdeild AftureldingarKörfubolti

Síðastliðna viku hafa leikmenn frá Aftureldingu tekið þátt í landsliðsverkefni á vegum KKÍ í Kisakallio í Finnlandi. Ótrúlega skemmtilegt íþróttasvæði þar sem allt er til alls og kjöraðstæður fyrir íþróttamenn að taka framförum og verða betri í mjög framsæknu umhverfi. Afturelding átti þrjá leikmenn í U15 ára landsliði drengja þá Björgvin Már Jónsson, Dilanas Sketrys og Sigurbjörn Einar Gíslason. U15 …

Þórdís María – Nýr rekstrarstjóri Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingÓflokkað

Þórdís María Aikman hefur verið ráðin rekstrarstjóri Aftureldingar. Þórdís er þrítugur Mosfellingur, rekstrarverkfræðingur að mennt og kemur til félagsins frá Omnom þar sem hún hefur gengt stöðu rekstrarstjóra undanfarin ár. Þórdís hefur einnig starfað sem kennari á afrekssviði Borgarholtsskóla, þjálfari hjá World Class og knattspyrnuþjálfari hjá Val. Þórdís varði á árum áður markið hjá Þrótti, Val og Aftureldingu en hún …

Karate byrjar í september 🐼👊

Karatedeild AftureldingarKarate

ÆFINGAR HJÁ KARATEDEILD AFTURELDINGAR HEFJAST MÁNUDAGINN 2.  SEPTEMBER 2024 Framhaldshópar og fullorðnir byrja þriðjudaginn 3. september 2024 Framhaldsiðkendur færast sumir á milli flokka Byrjendur byrja mánudaginn 2. september 2024 Allir nýjir iðkendur eru velkomnir og hægt er að prófa í tvær vikur án skuldbindingar (4 æfingar) Forráðamenn eru vinsamlega beðnir um að láta þjálfara (Willem eða Anna) vita ef barnið …

Takk Kristín !

Fimleikadeild AftureldingarFimleikar

Í dag er síðasti dagurinn hennar Kristínar Ránar sem starfsmaður hjá deildinni. Hún Kristín Rán Guðjónsdóttir er ein af okkar elstu og sterkustu þjálfurum en hún hefur starfað hjá deildinni í 8 og hálft ár. Yfir þennan tíma hefur Kristín náð góðum árangri, komið að uppbyggingu deildarinnar og verið stór þáttur í að efla unga einstkalinga. Það er alltaf erfitt …