Kvennakvöldi Aftureldingar frestað

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Kvennakvöldi Aftureldingar, sem fara átti fram laugardaginn 27. október næstkomandi, hefur verið frestað í óákveðinn tíma. Því miður var miðasalan ekki í takt við það sem stefnt var að. Kvennanefnd Aftureldingar er hins vegar ekki af baki dottin og mun reyna aftur síðar í vetur. Ný tímasetning á Kvennakvöldi Aftureldingar verður tilkynnt síðar. Þeir aðilar sem hafa nú þegar keypt …

Formannspistill: „Forvarnargildi íþróttastarfs ótvírætt“

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Veturinn fer gríðarlega vel af stað hjá okkur í Aftureldingu og gaman að fylgjast með okkar öfluga fólki koma öllu í stand. Það eru ansi mörg handtök við að koma starfinu af stað í íþróttafélagi eins og okkar með 11 deildir starfandi. Raða saman stundaskrá svo að allir séu sáttir, manna allar þjálfarastöður fyrir 1.500 iðkendur en það eru ca. …

Alverk reisir knatthús að Varmá

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding, Knattspyrna

Verktakafyrirtækið Alverk mun reisa nýtt knatthús sem ráðgert er að tekið verði í noktun haustið 2019. Að loknum samningskaupaviðræðum við bjóðendur bárust Mosfellsbæ ný tilboð þann 12. september frá þremur fyrirtækjum. Að mati ráðgjafa Verkís og fulltrúa Mosfellsbæjar eftir yfirferð tilboðanna reyndist tilboð Alverks lægst en það nemur 621 m.kr. Á fundi bæjarráðs þann 11. október var samþykkt að hafist verði handa …

Herrakvöld Aftureldingar á föstudag

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Herrakvöld Aftureldingar verður haldið í Harðarbóli föstudaginn 26. október. Leikmenn í meistaraflokkum í handbolta, fótbolta og blaki eru að selja miða á viðburðinn og hópar geta pantað á netfangið: herrakvoldumfa@gmail.com. Einnig er hægt að nálgast miða í afgreiðslunni að Varmá. Takmarkað sætaframboð. Verð: 6.900 kr Borðhald hefst kl 19:30 Veislustjóri: Þorsteinn Hallgrímsson Golf-snillingur Ræðumaður: Örvar Þór Uppistandari: Dóri DNA Tónlistaratriði …

Afturelding með sigur í fyrsta leik tímabilsins

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Afturelding fékk Völsung í heimsókn í dag í fyrsta leik Mizunodeildar kvenna í blaki. Afturelding hóf leikinn af miklum krafti og var staðan fljótlega orðin 10-4, heimakonum í vil. Völsungur átti í vandræðum í móttökunni en það sama mátti segja um Aftureldingu í lok hrinunnar. Þá skoraði Rut Gomez þrjá ása í röð. Það dugði þó ekki til og Afturelding …

Afturelding hafði betur gegn Val á Hlíðarenda

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Aft­ur­eld­ing gerði góða ferð á Hlíðar­enda í dag er liðið vann Val, 28:25, í Olís­deild karla í hand­bolta. Leik­ur­inn var jafn og spenn­andi all­an tím­ann en Aft­ur­eld­ing var ör­lítið betri á lokakafl­an­um. Fyrri hálfleik­ur var jafn og spenn­andi all­an tím­ann og munaði aðeins einu sinni meira en einu marki er Aft­ur­eld­ing komst í 11:9. Ann­ars var jafnt á nán­ast öll­um …

Stórsigur hjá Aftureldingu gegn HK-U

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Afturelding vann stórsigur í Grill66-deild kvenna í handbolta þegar HK-U kom í heimsókn að Varmá. Lokatölur leiksins urðu 38-20 í leik þar sem Afturelding hafði mikla yfirburði. Afturelding hefur farið vel af stað á leiktíðinni unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni. Vel gekk í vörn og sókn hjá Aftureldingu í leiknum. Markahæst var Kristín Arndís Ólafsdóttir en …

Cecilía Rán semur við Fylki

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur gengið til liðs við Fylki frá Aftureldingu. Cecilía er fædd árið 2003 og er einn efnilegasti markmaður landsins. Hún lék þrettán leiki með liði Aftureldingar í Inkasso-deildinni á nýafstaðinni leiktíð og var valin efnilegasti leikmaður deildarinnar. Cecilía Rán er markmaður U-17 ára landsliðs Íslands og hefur spilað sex leiki með liðinu. Hún mun takast á við …

Fyrsti sigur vetrarins hjá Aftureldingu U – Kristinn með 10 mörk

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Afturelding teflir fram U liði þetta árið í 2. deild karla í handbolta og tók liðið á móti Selfoss-U í gær að Varmá. Heimamenn í Aftureldingu unnu sinn fyrsta leik á leiktíðinni 27-23 í leik þar sem Afturelding hafði yfirhöndina nær allan leikinn. Kristinn Hrannar Bjarkason var frábær í liði Aftureldingar í gær og skoraði 10 mörk. Unnar Karl Jónsson …

Pétur Júníusson leggur skóna á hilluna vegna meiðsla

Ungmennafélagið AftureldingHandbolti

Pétur Júníusson leikmaður Aftureldingar hefur lagt skóna á hilluna vegna langvarandi meiðsla. Pétur sem er fæddur 1992 hefur leikið með meistaraflokki Aftureldingar frá árínu 2008. Meiðsli hafa sett mikið strik í reikninginn hjá Pétri frá árinu 2016. Pétur hefur verið lykilmaður í Aftureldingu á síðustu árum og lykilmaður í uppgangi félagsins auk þess að vera stór karakter og einn af …