Cecilia og Hafrún valdar í U17-ára landsliðið

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn sem fer til Moldavíu og spilar í undankeppni EM 2019. Í riðlinum mæta þær Moldavíu, England og Aserbaídsjan. Afturelding á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Cecilia Rán Rúnarsdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir. Afturelding óskar Ceciliu og Hafrúnu hjartanlega til hamingju með landsliðsætið og góðs gengis í Moldavíu. Hópurinn …

Stórsigur á bæjarhátíðinni – Afturelding á toppnum

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding er áfram á toppi 2. deildar karla í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Huginn frá Seyðisfirði á Varmávelli í dag. Vel var mætt á áhorfendapalla í dag en Mosfellsbær bauð bæjarbúum frítt á leikinn í tilefni af bæjarhátíðinni „Í túninu heima“ sem fram fer um helgina. Heimamenn í Aftureldingu komust yfir eftir um hálftímaleik með marki frá Wentzel Steinarr …

Frítt á völlinn – Afturelding gegn Huginn á Varmárvelli

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding tekur á móti Huginn í 2. deild karla á Varmárvelli í dag (gervigras) kl. 14:00. Frítt verður á völlinn í boði Mosfellsbæjar í tilefni af bæjarhátíðinni „Í túninu heima“ sem stendur um helgina í Mosfellsbæ. Afturelding er á toppi 2. deildar karla með 33 stig. Æsilegur endasprettur er framundan í 2. deild karla en mörg lið berast um að …

Komdu og vertu með Aftureldingu á laugardaginn

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Laugardaginn 25. ágúst n.k, í miðjum veisluhöldum bæjarins ætlum við hjá Aftureldingu að vera með sal 3 opin gestum og gangandi.  Hægt verður að prófa og kynnast þeim fjölmörgu íþróttum sem við bjóðum uppá í vetur og nálgast stundaskrár. Við hlökkum til að sjá krakka spreyta sig. Á staðnum verða meðal annars blakvellir, badmintonvellir, spretthlaups mælitæki, hraðamælir fyrir handboltakast, boltar, …

Breytingar á búningamálum Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Ungmennafélagið Afturelding mun ekki endurnýja samning sinn við Errea en félagið hefur leikið í keppnistreyjum frá fyrirtækinu síðan 2010. Núverandi samningur við Errea rennur út 30. september næstkomandi. Í vetur var óskað eftir tilboðum í búninga félagsins og skiluðu fimm fyrirtæki inn marktækum tilboðum. Búninganefnd Aftureldingar mælti með að gengið yrði til viðræðna við JAKO og var sú ákvörðun samþykkt …

Páll Óskar með stórdansleik að Varmá á laugardag

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Páll Óskar verður með stórdansleik í íþróttahúsinu að Varmá næstkomandi laugardag. Páll Óskar hefur komið fram á bæjarhátíðinni Í túninu heima undanfarin ár og það verður engin breyting á því í ár. Yfir þúsund manns hafa komið saman á þessum frábæra dansleik og hefur gríðarleg stemmning myndast í íþróttahúsinu að Varmá. Forsala fyrir ballið mun fara fram í Vallarhúsinu að …

Starfskraftur óskast – Fjármálafulltrúi Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Ungmennafélagið Afturelding óskar eftir að ráða fjármálafulltrúa í 50% starf. Afturelding er eitt af stærri íþróttafélögum landsins með um 1.300 iðkendur í 11 deildum. Um er ræða nýtt starf við umsjón fjármála og daglegan rekstur félagsins. Helstu verkefni: Launavinnsla Móttaka og greiðsla reikninga Umsjón með viðskiptamannabókhaldi Lausafjárstýring Innheimta Gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlana Skýrslugerð og önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur: Menntun eða …

Afturelding aftur á toppinn

Ungmennafélagið AftureldingKnattspyrna

Afturelding er komið á topp 2. deildar karla eftir magnaða endurkomu í toppslagnum gegn Kára í gærkvöld. Leiknum lauk með 2-3 sigri Aftureldingar.  Alexander Már Þorláksson og Ragnar Már Lárusson komu heimamönnum í Kára í tveggja marka forystu á fyrstu 20 mínútum leiksins en Elvar Ingi Vignisson náði að minnka muninn fyrir Mosfellinga úr vítaspyrnu. Staðan var því 2-1 í hálfleik. …

Ventseslava Marinova til Aftureldingar

Ungmennafélagið AftureldingBlak

Ventseslava Marinova hefur gengið aftur til liðs við Aftureldingu, en hún gengur til liðsins frá HK þar sem hún hafði spilað síðan 2014. Ventseslava spilaði síðast með Aftureldingu 2011-2012 og hluta af tímabilinu 2013. Ventseslava kemur til með að verða liðinu mikill liðsstyrkur en hún á einnig á bakinu 3 landsleiki fyrir Ísland.

Úthlutun sjóða – Minningarsjóður Guðfinnu og Ágústínu og Afrekssjóður Aftureldingar og Mosfellsbæjar

Ungmennafélagið AftureldingAfturelding

Nú fer að líða að úthlutun úr tveimur sjóðum hjá okkur í Aftureldingu. Annars vegar er það Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur og hins vegar er það Afreks- og styrktarsjóður Aftureldingar og Mosfellbæjar. Upplýsingar um sjóðina má finna á heimasíðu Aftureldingar, www.afturelding.is Þetta er seinni úthlutun af tveimur, en sú fyrri fór fram í Janúar á þessu ári.   Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur. Tilgangur sjóðsins er að styrkja starfsemi yngri flokka, styrkja efnaminni leikmenn til …