Komdu og vertu með Aftureldingu á laugardaginn

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Laugardaginn 25. ágúst n.k, í miðjum veisluhöldum bæjarins ætlum við hjá Aftureldingu að vera með sal 3 opin gestum og gangandi.  Hægt verður að prófa og kynnast þeim fjölmörgu íþróttum sem við bjóðum uppá í vetur og nálgast stundaskrár.

Við hlökkum til að sjá krakka spreyta sig.
Á staðnum verða meðal annars blakvellir, badmintonvellir, spretthlaups mælitæki, hraðamælir fyrir handboltakast, boltar, kynningar á hjólum og sundi svo margt fleira.

Áfram Afturelding!