Leggja á lokahönd á stefnumótun Mosfellsbæjar í þessum málaflokki á stefnuþingi laugardaginn 17. mars. Aðgangur er öllum opinn og hvetur aðalstjórn Aftureldingar allt áhugafólk um öflugt íþróttastarf til að mæta á þingið.
Beltapróf
Beltapróf karatedeildar Aftureldingar verður haldið 9.mars
Silfurverðlaun á Íslandsmóti 11-14 ára
Meistaramót Íslands í flokki 11-14 ára fór fram um síðustu helgi.
Þar gerðu fjórar ungar stúlkur úr Aftureldingu sér lítið fyrir og unnu til silfurverðlauna í 4×200 m boðhlaupi. Þetta eru þær Emelía, Dóra, Heiðdís og Katrín. Þessar stúlkur stóðu sig einnig vel í öðrum greinum á mótinu og voru iðulega á verðlaunapalli eða í 8 manna úrslitum hvort sem um var að ræða hlaup, stökk eða köst. Innilega til hamingju með frábæran árangur !
Nýr salur og samstarf um framtíðarskipulag að Varmá
Viðbygging verður reist að Varmá sem mun leysa brýnasta húsnæðisvanda félagsins, bæði hvað varðar aðstöðu til íþróttaiðkunar sem og skrifstofu- og félagsaðstöðu. Einnig er samkomulag milli félagsins og bæjaryfirvalda að unnið verði að framtíðarskipulagi að Varmá í samvinnu beggja aðila.
KOI æfingamót 25.febrúar
KOI kata og kumite æfingamót verður haldið laugardaginn 25.febrúar 2012, Fylkissetrinu (Mest-húsinu) – Norðlingaholti. Æfingamótið er haldið í tengslum við heimsókn Steven Morris.
Kata og kumite æfingabúðir með Steven Morris
KOI (Kobe Osaka International) æfingabúðir fara fram dagana 23. og 24. febrúar n.k. Þjálfari er Steven Morris, 6.dan Kobe Osaka International frá Skotlandi.
Byrjendanámskeið barna á vorönn 2012
Byrjendanámskeið á vorönn fyrir börn, 6 ára og eldri hófst í byrjun febrúar. Þjálfari er Telma Rut Frímannsdóttir og kennt er tvisvar í viku: á mánudögum frá kl. 16.15 – 17.15 og á föstudögum frá kl. 15.15 – 16.00. Hægt er að mæta frítt í prufutíma í febrúar!
Telma Rut kjörin íþróttakona Mosfellsbæjar 2011
Kjöri íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar var lýst fyrr í kvöld í hófi íþrótta- og tómstundanefndar bæjarins að Varmá. Fjöldi annarra viðurkenninga var einnig veittur framúrskarandi íþróttafólki.
Allir á Þorrablót!
Það er komið að því aftur, Þorrablótinu! Góður matur, góður félagsskapur, gott málefni. Mosfellingar hvattir til að fjölmenna!
U 18 ára landslið karla í 4 sæti á victors cup í Þýskalandi.
Böðvar Páll og Bjarki Snær spiluðu með U 18 ára landsliði karla á Victors Cup í þýskalandi. Ísland mætti Sviss í leik um 3 sætið og töpuðu naumt 22 – 20 og endaði ísland í 4 sæti. Handknattleiksdeild Aftureldingar óskar Böðvari Páli og Bjarka Snæ til hamingju með þennan góða árangur, flottir strákar hér á ferð. Áfram Afturelding.