Afreks- og styrktarsjóður – umsóknarfrestur

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding, Fréttir

Afreksfólk innan félagsins getur sótt um styrk vegna æfinga eða keppni og einnig geta iðkendur sem tekið hafa þátt í landsliðsverkefnum sótt um. Þá er einnig tekið á móti umsóknum frá þjálfurum vegna námskeiða.
Nánari upplýsingar er að finna í samningi um sjóðinn en hann ásamt umsóknareyðublaði sem fylla þarf út og skila á skrifstofu félagsins er að finna hér.