Afturelding gerði gott mót í Deildakeppni BSÍ

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Badmintondeild Aftureldingar sendi 2 lið til leiks í Deildakeppni Badmintonsambands Íslands 2022. Keppnin í ár var óvenju hörð þar sem mjög öflugir spilarar voru að taka þátt í öllum deildum. Keppt var í úrvalsdeild, 1.deild og 2.deild. Í 1 og 2.deild var hver viðureign 8 leikir samtals en keppt var í 2x einliðaleik kk, 1x einliðaleik kvk. 2x tvíliðaleik kk, 1x tvíliðaleik kvk og 2x tvenndarleik. Annað lið Aftureldingar tók þátt í 2.deild en þar voru 8 lið skráð til leiks. Afturelding náði þar 2.sæti í sterkum riðli og endaði með að keppa um 3 sætið við öflugt lið ÍA. Sú viðureign tapaðist 6-2 og endaði okkar lið því í 4 sæti sem er þó frábær árángur. Sumt af okkar fólki var að þreyta frumraun sína í þessari skemmtilegu keppni og gefur þessi árangur okkur von um bjarta framtíð hjá okkar spilurum. Hitt lið Aftureldingar tók þátt í 1.deild ásamt 5 öðrum liðum en þar spiluðu öll lið í einum riðli. Afturelding endaði í 3.sæti á eftir 2 mjög öflugum TBR liðum og erum við að sama skapi mjög ánægð með árangurinn þar.