Afturelding gerði gott mót í Þorlákshöfn

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Badmintondeild Aftureldingar tók þátt í Unglingamóti Þórs í Þorlákshöfn. Afturelding var með 5 fulltrúa á mótinu og unnu allir til verðlauna á mótinu.

 

Brent John Inso vann til gullverðlauna í einliðaleik í flokki U15-17

Brynja Lóa Bjarnþórsdóttir vann til gullverðlauna í einliða í flokki U13-15 en það var Dagbjört Erla Baldursdóttir sem vann silfurverðlaunin.

Þá vann Kird Lester Inso til silfurverðlauna í einliða í flokki U13 og vann hann einnig til silfurverðlauna í tvíliða ásamt Ástþóri Gauta Þorvaldssyni í sama flokki.