Afturelding mætir Stjörnunni í undanúrslitum á fimmtudag

Ungmennafélagið Afturelding Handbolti

Fimmtudagskvöldið 5. mars mætast Afturelding og Stjarnan í undanúrslitum í CocaCola-bikarnum í handbolta. Sigurvegarinn fer í úrslitaleikinn sem er leikinn tveimur dögum síðar. Leikurinn hefst kl. 20:30.

Upphitun hefst á Barion kl. 18.00 verða frábær tilboð á mat og drykk fram að leik. Rútuferðir verða fyrir stuðningsmenn frá Barion kl. 19:30 og svo aftur tilbaka í Mosfellsbæ að leik loknum.

Okkar strákar í Aftureldingu þurfa svo sannarlega á stuðningi Mosfellinga að halda og hvetjum við allt Aftureldingarfólk til að mála Laugardalshöll rauða um helgina.

Forsala miða á úrslitahelgina fer fram á Barion en þeir sem kaupa miða í forsölu geta fengið stórglæsilegan stuðningsmannabol í kaupbæti. Einnig er hægt að kaupa miða á Tix.is

ATH: Gríðarlega mikilvægt er að kaupa miða á Barion eða á tix.is/umfa en Afturelding fær allan ágóðann af þeim seldum miðum.

Mætum öll og styðjum við okkar menn. Saman náum við bikartiltinum heim í Mosfellsbæ.