2 bikarar fóru á loft að Varmá í kvöld

Blakdeild Aftureldingar Blak, Fréttir

Tveir leikir voru spilaðir að Varmá í kvöld. Afturelding-B tók á móti liði Álftaness í 1.deild kvenna kl 19:00 og Afturelding B-lið í 1.deild karla. tók á móti Fylki kl 21:00.  Á milli leikja afhenti formaður blaksambands Íslands, Grétar Eggertsson báðum liðum Deildarmeistarabikarinn , en fyrir leiki kvöldsins voru bæði lið búin að tryggja sér titilinn þrátt fyrir að tvær umferðir væru eftir af mótinu.  Þess má svo geta að bæði liðin unnu sína leiki  örugglega í kvöld, stelpurnar unnu 3-1 og strákarnir  unnu 3-0.

Til hamingju Afturelding en þess má geta að þetta sama stúlknalið varð Bikarmeistari í 2.fl kvenna fyrir um mánuði síðan svo glæsilegur vetur hjá þeim.