Gull og Silfur á Meistaramóti Íslands

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Um helgina fór Meistaramót Íslands fram í íþróttarhúsinu við Strandgötu (Hfj). Afturelding átti 8 þátttakendur en alls kepptu 104 á mótinu.

Við áttum spilara í úrslitum í tvíliða kvenna A-flokki og í heiðursflokki.

Egill Þór Magnússon gerði sér lítið fyrir og vann heiðursflokkinn nokkuð örugglega en sá flokkur er fyrir 60+ spilara. Egill hefur æft að kappi með Aftureldingu í meira en áratug og verið duglegur að keppa og kenna sér yngri mönnum.

Í tvíliða kvenna A-flokki kepptur mæðgurnar Svanfríður Oddgeirsdóttir og Margrét Dís Stefánsdóttir. Þær unnu sína leiki í 8-liða og 4-liða úrslitum nokkuð sannfærandi. Í úrslitum mættu þær liði frá BH sem var hæst skrifað á styrkleika badmintonsambandins. Töpuðu þær naumlega í oddalotu 21-12 / 25-27 / 21-19 en engu að síður frábær árangur.

 

Egill Þór Íslandsmeistari í heiðursflokki.

Svanfríður og Margrét með silfurverðlaun.

 

Meistaramótið átti að fara fram í mars sl. en var frestað vegna Covid. Nú er því tímabilið 19/20 formlega lokið og nýtt hefst 1. okt.