Styrkur til íþróttahreyfingarinnar vegna Covid-19

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Stjórnvöld veittu íþróttahreyfingunni styrk í vor að fjárhæð 450 milljónir króna til að mæta áhrifum COVID-19 faraldursins.  ÍSÍ skipaði vinnuhóp í kjölfarið til að móta tillögur að skiptingu þessa fjármuna.  Þann 19. maí sl. voru síðan greiddar til 214 íþrótta- og ungmennafélaga, tæplega 300 milljónir króna, í almennri aðgerð og hlaut Afturelding tæpar 9 milljónir af þeirri úthlutun.  Aðalstjórn Aftureldingar ákvarðaði skiptingu þessa fjármuna til deilda/ráða í lok ágúst, m.t.t. áhrifa faraldursins á starfsemi þeirra.

Þann 26. maí sl. var auglýst eftir umsóknum vegna sértækra aðgerða frá sambandsaðilum og íþrótta- og ungmennafélögum sem höfðu orðið fyrir tapi eða tekjufalli vegna viðburða sem hætt var við á vormánuðum. Til úthlutunar voru eftirstöðvar fjárframlagsins um það bil 150 milljónir króna.  Alls bárust 98 umsóknir að heildarupphæð 700 milljónir.  Afturelding sendi inn fjórar umsóknir að fjárhæð 16,7 milljónir en fékk 6,8 milljónir úthlutað.

Samtals fékk Afturelding tæpar 16 milljónir króna COVID styrk sem skiptist á milli eftirfarandi ráða/deilda sem sjá má í töflunni hér fyrir neðan.