Vel heppnað Meistaramót um helgina

Badmintondeild Aftureldingar Badminton

Helgina 23-24 sept var haldið Meistaramót Aftureldingar að Varmá sem var jafnframt fyrsta fullorðins mót vetrarins hjá Badmintonsambandi Íslands. Þátttakendur komu frá 6 félögum og voru spilaðir yfir 80 leikir í sölum 1 og 2 að Varmá.

Krakkarnir okkar aðstoðuðu með talningu á mótinu og stóðu sig með prýði.

Okkar eigin Sunna Karen Ingvarsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði bæði í einliðaleik og tvíliðaleik kvenna í 2. deild.

Öll úrslit mótsins má finna á tournamentsoftware.com
https://www.tournamentsoftware.com/tournament/8499bd77-3189-4dd5-80c8-fdc0e1eea7eb