Afturelding er komin í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í blaki

Blakdeild AftureldingarBlak, Fréttir

Stelpurnar okkar tóku á móti KA að Varmá í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið kæmist í úrslitaleikina á móti HK sem hafði unnið Þrótt Nes 2-0 í undanúrslitunum. Okkar stelpur komu mjög ákveðnar til leiks og sýndu það að þær ætluðu í úrlitakeppnina og unnu mjög sannfærandi sigur 3-1. Stigahæst var Thelma Dögg Grétarsdóttir með 24 stig og María Rún Karlsdóttir var með 18 stig.  Úrslitakeppnin hefst á laugardaginn og verður fyrsti leikurinn í Fagralundi kl 14:00. Leikur 2  verður að Varmá næsta þriðjudag. Vinna þarf 2 leiki til að hampa bikarnum stóra en úrslitakeppnin var stytt úr 3 unnum leikjum í 2 unna leiki vegna Covid og ef kemur til 3.leiksins þá fer hann fram í Fagralundi. Til hamingju Afturelding.