Svarta beltið

Karatedeild Aftureldingar Karate

Þann 9. maí 2021 var loksins hægt að halda gráðun fyrir svartbeltara – ári á eftir áætlun. Gráðunin er ekki endanleg en staðfesta þarf hana hjá sensei Steven Morris þegar ferðalög án takmarkana verða möguleg.
Þrír tóku gráðuna nidan (2. dan), tveir staðfestu gráðuna shodan (1. dan) og einn fékk fyrsta svarta beltið – shodan ho.
Á myndinni má sjá hópinn ásamt Willem C. Verhuel yfirþjálfara og Snæbirni Willemssyni þjálfara.

Á myndinni eru í fremri röð

  • Willem C. Verhuel yfirþjálfari
  • Emil Gústafsson,  shodan
  • Anna Olsen, nidan
  • Dóra Þórarinsdóttir, shodan ho
  • Þórður Jökull Henrysson, nidan

Í aftari röð

  • Gunnar Haraldsson, nidan
  • Hugi Tór Haraldsson, shodan
  • Snæbjörn Willemsson, þjálfari