Birta Rós Þrastardóttir og Kristina Apostolova skrifuðu undir áframhaldandi samninga við Blakdeild Aftureldingar í vikunni. Kristina hefur spilað með kvennaliðinu frá stofnun þess eða frá haustinu 2011 og á stóran þátt í öllum titlum félagsins en með liðinu er Kristina þrefaldur Íslandsmeistari, fjórfaldur Deildarmeistari og fjórfaldur Bikarmeistari með Aftureldingu. Blakdeildin er ákaflega ánægð að hafa Kristinu innanborðs áfram. Birta Rós kom til Aftureldingar frá HK en hún er uppalin í Vestra á Ísafirði. Birta Rós var mikilvægur hlekkur í liðinu þegar liðið tryggði sér bronsverðlaun á síðust leiktíð en hún hefur spilað í yngri landsliðum Íslands.