Blakveisla að Varmá um helgina

Mikil blakveisla verður að Varmá um helgina þegar Afturelding tekur á móti firnasterkum liðum KA bæð í karla-og kvennaflokki.  KA liðið karlamegin voru þrefaldir meistarar á síðasta keppnistímabili og hafa styrkt sig enn meira fyrir tímabilið og ætla sér greinilega stóra hluti. Kvennalið KA hefur einnig styrkt sig mjög mikið en liðið var í síðasta sæti á síðasta Íslandsmóti. Karlaliðin spila á laugardag kl 13:30 og á sunnudaginn kl 13:00 og kvennaliðin eigast við á laugardaginn kl 15:30.

Hvetjum Aftureldingarfólk til að koma og hvetja sitt fólk. Áfram Afturelding