Íslands- og bikarmeistarar Aftureldingar í 1.deild kvenna hefja leik á móti Þrótti Neskaupsstað fyrir austan á laugardag kl 13:30. Lið Aftureldingar hefur haldið sínum mannskap frá í fyrra og fengið til viðbótar landsliðskonuna Auði Önnu Jónsdóttur frá KA og U-17 landsliðsstúlkuna Ásdísi Helgu Jóhannsdóttur frá Þrótti Nes. Lið Þróttar Nes er talsvert breytt frá úrslitaviðureignunum sl. vor, en þær hafa miss nokkra sterka spilara en fengið til liðs við sig sterkan leikmann frá Bandaríkjunum.
Karlalið Aftureldingar mætir nú til leiks í fyrsta sinn í efstu deild í blaki. Verður fróðlegt að fylgjast með gengi þeirra í deildinni í vetur. Liðið mætir hinum nýliðunum í deildinni Þrótti Nes n.k. föstudag kl 20:30 og svo strax aftur á laugardag kl 11:30.
Hægt verður að fylgjast með öllum þessum leikjum í beinni útsendingu á netinu á http://www.ustream.tv/channel/throtturnesblak