Fimm frá blakdeild Aftureldingar valdir í landsliðsverkefni

Blakdeild Aftureldingar Blak

Eduardo Barenguer Herrero, þjálfari U20 ára landsliðs karla, hefur valið 12 leikmenn til að keppa á Evrópumóti Smáþjóða sem fram fer í Færeyjum 23. – 25. mars.
Afturelding á fimm leikmenn í þessum hóp. Það eru þeir Hilmir Berg Halldórsson, Ólafur Örn Thoroddsen, Kjartan Davíðsson, Sigvaldi Örn Óskarsson, Valens Torfi Ingimundarson.
Þess má einnig geta að allir leikmenn sem spila fyrir meistaraflokk Afturedlingar og eru gjaldgengir í U20 voru valdir í þetta verkefni.

Blakdeild Aftureldingar óskar strákunum góðs gengis í Færeyjum.