Aðalfundur Aftureldingar – Framboðsfrestur framlengdur

Ungmennafélagið Afturelding Afturelding

Aðalfundur Ungmennafélagsins Aftureldingar fer fram 20. mars næstkomandi. Fundurinn fer fram í Krikaskóla og hefst kl. 18:00. Boðið upp á léttar veitingar samhliða fundinum.

Framboðsfrestur í aðalstjórn félagsins hefur jafnframt verið framlengdur til miðnættis þriðjudaginn 13. mars. Ekki bárust nægilega mörg framboð til að manna aðalstjórn fyrir næsta starfsár þegar lögbundin framboðsfrestur rann út sl. þriðjudag. Aðalstjórn hefur því ákveðið að framlengja framboðsfrest. Skila skal inn framboðum til skrifstofu Aftureldingar eða með tölvupósti á umfa@afturelding.is

Dagskrá aðalfundar 2018
1. Fundarsetning
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
3. Ársskýrsla stjórnar
4. Ársreikningur 2017
5. Fjárhagsáætlun 2018
6. Lagabreytingar
7. Heiðursviðurkenningar
8. Kosningar:
a. Kosning formanns
b. Kosning stjórnarmanna til tveggja ára
c. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga aðalstjórnar
d. Kosning eins skoðunarmanns reikninga deilda
9. Önnur mál og ávarp gesta
10. Fundarslit

Við hvetjum félagsmenn og Mosfellinga til að fjölmenna á fundinn og taka þar með virkan þátt í starfi Ungmennafélagsins Aftureldingar.